Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Í byrjun þáttar var stuttlega talað um handbolta, Ísland og Danmörk eigast við í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld. Þá var sagt frá því að í dag verður Pétur Gunnarsson rithöfundur sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Fólk ver mun styttri tíma í matreiðslu nú en áður. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, fór yfir stöðu og þróun en í stuttu máli má segja að á fáeinum áratugum hafi matreiðslutíminn farið úr tveimur klukkustundum í hálfa.
Dregið hefur úr svefnlyfjanotkun í kjölfar átaksins sofðu vel. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir í Félagi eldri borgara, sögðu frá.
Magnús Lyngdal fjallaði um Fimm stóru (e. Big five), helstu sinfóníuhljómsveitir Bandaríkjanna og lék tóndæmi.
Tónlist:
Ekki bíl - Hrekkjusvín,
Gestir út um allt - Hrekkjusvín,
Get back - Bítlarnir,
Þarfasti þjónninn - Hilmir Snær Guðnason,
Augun þín blá - Bjarni Arason.

07:30

08:30

Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Lagalistinn:
Óðinn Valdimarsson - Í kjallaranum.
Sinatra, Frank - My way.
KK og Maggi Eiríks - Óbyggðirnar kalla.
Góss - Þú ert þar.
Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar - Ákall (Ein bisschen Frieden).
Pétur Pétursson - Undir dalanna sól = Sun Valley.
Páll Rósinkranz - Liljan.
Óskar Pétursson - Undir dalanna sól = Sun Valley.
Grant, John - Veldu stjörnu.
Karlakór Reykjavíkur - Undir dalanna sól = Sun Valley.
Randver - Þorravísur.
Kvintett Jörn Grauengård, Haukur Morthens - Hæ Mambó.
Ellen Kristjánsdóttir - Veldu stjörnu.
Anfinsen, Björn Atle, Djäss - Ný blánar yfir berjamó.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður. Handboltinn er okkur ofarlega í huga í dag, enda ekki á hverjum degi sem íslenskt landslið kemst í undanúrslit á stórmóti, leikur við Dani í kvöld. En við spjölluðum líka við Þorkel um hvar hans rætur liggja, hans ferðalag í gegnum lífið, hvar hans vegferð hófst og hvernig hann endaði í starfi íþróttafréttamanns ungur að árum. Og auðvitað var talsvert talað um handboltann og leik kvöldsins, nema hvað?
Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við, í tilefni leiksins við Dani, um danskann mat. Danskur matur og danskar matarhefðir hafa auðvitað haft talsverð áhrif á okkur hér á landi en ættum við jafnvel að forðast hann í dag, eða einmitt að borða hann og í framhaldinu að sporðrenna danska landsliðinu í eftirrétt? Det er spørgsmålet.
Tónlist í þættinum:
Bræðralag / Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Gunnar Þórðarson, texti Davíð Oddsson)
Skref fyrir skref / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra segir niðurstöður verðbólgumælingar vonbrigði. Ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif til aukningar verðbólgu - en til lengri tíma skipti meira máli að ríkisfjármálin séu sjálfbær.
Ísland spilar undanúrslitaleik gegn Dönum á Evrópumóti karla í handbolta í kvöld. Færri Íslendingar komast á leikinn en vilja, stuðningsmannasveit Íslands krækti þó í miða á elleftu stundu.
Donald Trump varar Breta og Kanadamenn við auknum viðskiptum við Kína. Forsætisráðherra Bretlands kom í heimsókn til Kína í gær, í fyrsta sinn í átta ár.
Þó að minna hafi farið fyrir ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland undanfarið eru Grænlendingar enn mjög uppteknir af áhuga hans á landinu.
Laun starfsmanna í sjódeild Arnarlax gætu lækkað um fimmtung eftir breytingar á starfskjörum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga harmar ákvörðun fyrirtækisins.
Sjaríalögregla í Indónesíu hýddi par 140 sinnum frammi fyrir mannfjölda í Aceh-héraði í gær fyrir hjúskaparbrot og áfengisdrykkju. Refsingin er ein sú þyngsta sem sögur fara af.
MAST rannsakar aðdraganda þess að sjókví rak á land í Patreksfirði í vikunni. Forstjóri Matvælastofnunar segir að aukin úrræði fyrir stofnunina hefðu mögulega komið í veg fyrir atvikið.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Það hefur varla farið framhjá mörgum að Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum EM í handbolta klukkan hálf átta í kvöld - og spennustigið er hátt í samfélaginu. Mikill undirbúningur er að baki hjá landsliðinu okkar en einnig hjá öðrum sem koma að mótinu og umfjöllun um það og í Þetta helst í dag er sjónum beint að þeirri list sem í því felst að lýsa landsleik - sér í lagi í útvarpi, en þar hefur Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson staðið vaktina á Rás 2.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Almyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi þann tólfta ágúst. Það er í fyrsta sinn síðan 1954 sem hægt verður að sjá almyrkva hér á Íslandi. Hann mun sjást á vestasta hluta landsins, og má búast við að fólk flykkist að til að verða vitni af þessum atburði. Við sláum á þráðinn vestur á Snæfellsnes þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði ætlar að segja okkur af undirbúningi þar.
Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins kemur til okkar um miðbik þáttar. Alþjóðaefnahagsráðstefnan í Davos er nýafstaðin, en þar var mikið rætt um gervigreind. Eyrún segir okkur undan og ofan af því.
Nú hyllir í breytingar hér í Samfélaginu, en dagskrárbreytingar verða á Rás1um mánaðamótin. Af því tilefni ætlum við að skyggnast til baka og hlusta á brot úr fyrstu þáttum Samfélagsins. Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rásar 1 og Anna Marsibil Clausen ritstjóri hlaðvarpa ætla síðan að segja okkur af því sem framundan er.
En fyrst er það almyrkvi á sólu.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
Bogomil font og fleiri - Gæfunnar par.
Teitur Magnússon - Sumargestur.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 4. desember 2016: Þátturinn í dag er helgaður hrekkjum, grikkjum, glensi, gríni og kímnigáfu almennt. Við gefum okkur fram við lögregluna og játum á okkur hrekki. Við tölum við prest og þungarokkara og fáum léttan brag um elsta hrekkjalóminn.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Rúnar Snær Reynisson, Rögnvaldur Már Helgason og Sunna Valgerðardóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur að þessu sinni eru Anna María Tómasdóttir leikstjóri, Tinni Sveinsson fréttamaður og Felix Bergsson rithöfundur og leikari. Til umræðu eru meðal annars Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu, Ormstunga í Þjóðleikhúsinu, Þegar ég sé þig sé ég mig í Borgarleikhúsinu, príl upp á skýjakljúf í Tíbet í beinni útsendingu og handboltaæði Íslendinga.
Fréttir
Fréttir
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur hefur trú á að eitthvað gott geti gerst.
Gervigreindarmyndband af landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem fór á flug á samfélagsmiðlum HSÍ á miðvikudag, hefur fengið um 700 þúsund áhorf. Samfélagsmiðlastjóri segir viðbrögðin undanfarna daga yfirþyrmandi.
Heildarkostnaður vegna byggingar Kársnesskóla hleypur á átta komma fjórum milljörðum.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í kvöld milljónir nýrra skjala um auðkýfinginn Jeffrey Epstein.
Dómari í New York hefur útilokað dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem er sakaður um að hafa skotið forstjóra stórfyrirtækisins UnitedHealthcare til bana í desember 2024.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Inná vellinum er ekki sanngjarnt að bera Ísland og Danmörku við baráttu Davíðs og Golíats. Utan vallar á samlíkingin frekar við; danska handboltasambandið malar gull þessa dagana á meðan HSÍ berst í bökkum.
Þýskt íslenskt fyrirtæki vill reisa vinorkuver með 74 vindmyllum í nágrenni við Þórshöfn á Langanes. Hugmyndirnar mælast ekkert sérstaklega vel fyrir hjá íbúum sem hittu fulltrúa fyrirtækisins á íbúafundi í vikunni. Ágúst Ólafsson ræðir við íbúa síðar í þættinum.

frá Veðurstofu Íslands
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Annar þátturinn þar sem lög sem hafa verið samin við ljóð Steins Steinarrs eru leikin. Þetta eru fjölbreyttir söngvar sem sem spanna nokkuð breytt svið. Lögin sem hljóma í þættinum eru Barn í flutningi Savanna tríósins, Ræfilskvæði með Mannakornum, Í draumi sérhvers manns með Eiríki Haukssyni, Þjóðin og ég með Bjarna Arasyni, Hljóð streymir lindin í haga með Agli Ólafssyni, Miðvikudagur með Helga Björnssyni, Draumur með Rif, Það vex eitt blóm fyrir vestan með Eddu Heiðrúnu Backman, Ljósir dagar með Guðjóni Rúdolf Guðmundssyni og Afturhvarf með Ragnari Bjarnasyni. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Almyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi þann tólfta ágúst. Það er í fyrsta sinn síðan 1954 sem hægt verður að sjá almyrkva hér á Íslandi. Hann mun sjást á vestasta hluta landsins, og má búast við að fólk flykkist að til að verða vitni af þessum atburði. Við sláum á þráðinn vestur á Snæfellsnes þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði ætlar að segja okkur af undirbúningi þar.
Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins kemur til okkar um miðbik þáttar. Alþjóðaefnahagsráðstefnan í Davos er nýafstaðin, en þar var mikið rætt um gervigreind. Eyrún segir okkur undan og ofan af því.
Nú hyllir í breytingar hér í Samfélaginu, en dagskrárbreytingar verða á Rás1um mánaðamótin. Af því tilefni ætlum við að skyggnast til baka og hlusta á brot úr fyrstu þáttum Samfélagsins. Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri Rásar 1 og Anna Marsibil Clausen ritstjóri hlaðvarpa ætla síðan að segja okkur af því sem framundan er.
En fyrst er það almyrkvi á sólu.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Tónlist í þættinum:
Bogomil font og fleiri - Gæfunnar par.
Teitur Magnússon - Sumargestur.

frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður. Handboltinn er okkur ofarlega í huga í dag, enda ekki á hverjum degi sem íslenskt landslið kemst í undanúrslit á stórmóti, leikur við Dani í kvöld. En við spjölluðum líka við Þorkel um hvar hans rætur liggja, hans ferðalag í gegnum lífið, hvar hans vegferð hófst og hvernig hann endaði í starfi íþróttafréttamanns ungur að árum. Og auðvitað var talsvert talað um handboltann og leik kvöldsins, nema hvað?
Í matarspjallinu með Sigurlaugu Margréti töluðum við, í tilefni leiksins við Dani, um danskann mat. Danskur matur og danskar matarhefðir hafa auðvitað haft talsverð áhrif á okkur hér á landi en ættum við jafnvel að forðast hann í dag, eða einmitt að borða hann og í framhaldinu að sporðrenna danska landsliðinu í eftirrétt? Det er spørgsmålet.
Tónlist í þættinum:
Bræðralag / Björgvin Halldórsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Gunnar Þórðarson, texti Davíð Oddsson)
Skref fyrir skref / Eyjólfur Kristjánsson (Eyjólfur Kristjánsson, texti Stefán Hilmarsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur að þessu sinni eru Anna María Tómasdóttir leikstjóri, Tinni Sveinsson fréttamaður og Felix Bergsson rithöfundur og leikari. Til umræðu eru meðal annars Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu, Ormstunga í Þjóðleikhúsinu, Þegar ég sé þig sé ég mig í Borgarleikhúsinu, príl upp á skýjakljúf í Tíbet í beinni útsendingu og handboltaæði Íslendinga.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Andri Snær Magnason rithöfundur er staddur á Sundance film festival í Utah þar sem hann frumsýndi myndina Time and Water síðastliðinn þriðjudag. Í Utah eru samankomnar margar af skærustu stjörnum heims í kvikmyndaiðnaðinum, handritshöfundum, leikstjórum og leikurum og má þar nefna Ethan Hawke, Channing Tatum, Olivia Wilde, Seth Rogen og X files leikarinn David Duchovny sem Andra Snæ hefur áður verið líkt við í fjölmiðlum hér heima. Athygli vakti á feisbúkk um helgina að Andri Snær henti inn sjálfu af sér og David og líkindin fara ekki á milli mála, þetta gæti í raun og veru verið einn og sami maður. Við heyrðum í Andra Snæs og spurðum út í hátíðina, frumsýninguna, Time and water og svo auðvitað hvernig það er að vera þarna innan um allt þetta bransafólk.
Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, setti í samráðsgátt drög að frumvarpi um lagareldi, sem nær til hvers kyns fiskeldis á sjó og landi. Yfir 900 umsagnir birtust í samráðsgátt. Andstæðingar opins sjókvíaeldis telja drögin ganga alltof skammt í að verja villta laxastofna og óttast að verið sé festa greinina í sessi með kvótasetningu en því hafnar ráðherra. Á Íslandi hefur ágreiningurinn þó fyrst og fremst snúist um opið sjókvíaeldi á frjóum laxi. Gagnrýnendur telja að sú aðferð feli í sér of mikla áhættu fyrir villta laxastofna, meðal annars vegna stroks og erfðablöndunar, á meðan stuðningsmenn segja hana vera raunhæfa leið til verðmætasköpunar, að því gefnu að eftirlit og stýring sé nægjanleg. Til að ræða þessi mál komu til okkar Jón Kaldal frá Icelandic wildlife fund og Ingvar Þórodsson frá atvinnuveganefnd.
Á dögunum fengum við fréttir af því að fjórar hákarlaárásir urðu á 48 klukkustundum í Ástralíu. Þrjár þessara árása urðu á 15 kílómetra kafla á austurströnd landsins en talið er að allar árásirnar hafi verið af völdum nautháfa. Í raun sýna opinberar tölur að hákarlaárásum hefur fjölgað síðustu 30 árin og nú hafa kröfur um að fækka hákörlum fengið byr undir báða vængi. En hvað veldur þessari fjölgun árása? Þorkell Heiðarsson formaður félags náttúrufræðinga kom til okkar.
Við keppum til undanúrslita á EM í handbolta í kvöld við gestgjafaþjóðina Dani. Edda Sif Pálsdóttir okkar kona er á svæðinu og við heyrðum í henni og hituðum upp fyrir leikinn.
Eins og alla föstudaga fórum við í yfir fréttir vikunnar á föstudegi. Hjónin Unnur Ösp og Björn Thors komu til okkar í kaffi og við rifjuðum upp það sem bar hæst í listum og menningu á þessum róstursömu tímum.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Hugur þjóðarinnar var hjá strákunum okkar.
Vilhelm Anton Jónsson Naglbítur fyrrum handboltamaður paraði saman lög og leikmenn og í lagalista fólksins var þemað SIGURVEGARAR/MEISTARAR.
Lagalisti fólksins:
HARALDUR VIGNIR - Gerum betur, Creeo (mash-up)
THE FLAMING LIPS – Race For The Price
PHIL COLLINS – Sussudio
HJÁLMAR – Taktu þessa trommu
U2 – Pride (In the Name of Love) [Live]
URGE OVERKILL – Girl You'll Be A Woman Soon
FRANZ FERDINAND – Take Me Out
ROD STEWART – Do Ya Think I'm Sexy
RIHANNA – We Found Love ft. Calvin Harris
OF MONSTERS AND MEN – Ordinary Creature
ISOEBEL, PRINS THOMAS – Linger
BLACK BOX – Ride on time
JÚNÍUS MEYVANT – High alert
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA – Don't bring me down
IMAGINE DRAGONS – Believer
JON BON JOVI – Blaze Of Glory
U2 – Where The Streets Have No Name
GREEN DAY – Wake Me Up When September Ends
FALL OUT BOY – Centuries
COLDPLAY – Viva La Vida
BLACK EYED PEAS – Let's Get Started
FOO FIGHTERS – My hero
AC/DC – Thunderstruck
EMINEM – Lose yourself
SÍÐAN SKEIN SÓL – Vertu þú sjálfur
ABBA – The Winner Takes It All
KAISER CHIEFS – I predict a riot
DURAN DURAN – Wild Boys
CAKE – The Distance
QUEEN – We Are The Champions
KOOL & THE GANG – Celebration
SIA – Unstoppable
JET BLACK JOE – Take me away
LOVERBOY – Working for the Weekend (80)
HERBERT GUÐMUNDSSON – Can't Walk Away
QUARASHI – Stick'em up
EGO – Sat ég inn á Kleppi
DAVID BOWIE – Heroes
METALLICA - Master of puppets

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Forsætisráðherra segir niðurstöður verðbólgumælingar vonbrigði. Ákveðnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif til aukningar verðbólgu - en til lengri tíma skipti meira máli að ríkisfjármálin séu sjálfbær.
Ísland spilar undanúrslitaleik gegn Dönum á Evrópumóti karla í handbolta í kvöld. Færri Íslendingar komast á leikinn en vilja, stuðningsmannasveit Íslands krækti þó í miða á elleftu stundu.
Donald Trump varar Breta og Kanadamenn við auknum viðskiptum við Kína. Forsætisráðherra Bretlands kom í heimsókn til Kína í gær, í fyrsta sinn í átta ár.
Þó að minna hafi farið fyrir ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland undanfarið eru Grænlendingar enn mjög uppteknir af áhuga hans á landinu.
Laun starfsmanna í sjódeild Arnarlax gætu lækkað um fimmtung eftir breytingar á starfskjörum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga harmar ákvörðun fyrirtækisins.
Sjaríalögregla í Indónesíu hýddi par 140 sinnum frammi fyrir mannfjölda í Aceh-héraði í gær fyrir hjúskaparbrot og áfengisdrykkju. Refsingin er ein sú þyngsta sem sögur fara af.
MAST rannsakar aðdraganda þess að sjókví rak á land í Patreksfirði í vikunni. Forstjóri Matvælastofnunar segir að aukin úrræði fyrir stofnunina hefðu mögulega komið í veg fyrir atvikið.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.
Síðasta vakt Margrétar í Popplandi í bili. Handboltapepp og skandínavískt skvísupopp í bland við alls kyns annað. Aldís Fjóla sendi póstkort með laginu Breathe.
Pálmi Gunnarsson – Þorparinn
Steindór Andersen og Erpur – Stikluvík
Trine Dyrholm, Matti Lauri Kallio – Glor på vinduer
Jordana, Almost Monday – Jupiter
Friðrik Dór Jónsson, Moses Hightower – Bekkjarmót og jarðarfarir
Bronski Beat – Smalltown Boy
Hanson – MMMBop
Dáðadrengir – Allar stelpur úr að ofan
Sakaris – Enginn ótti
Dasha – Austin
Farruko – Pepas
The White Stripes – Hotel Yorba
Herra Hnetusmjör – Elli Egils
Egill Ólafsson – Ekkert þras
GDRN – Þú sagðir
Bruno Mars – I Just Might
Tame Impala – Dracula
Tove Lo – No One Dies from Love
Ragga Bjarna og Milljónamæringarnir – Smells Like Teen Spirit
Una Torfadóttir – Í löngu máli
Pulp – Disco 2000
Laura Branigan – Gloria
The Caesars – Jerk It Out (New Single Edit)
Halldór Sveinsson, Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir – Breathe
Thomas Stenström – Andas in andas ut
Addison Rae – Headphones On
HáRún – Sigli með
Daft Punk, Julian Casablancas – Instant Crush
Amber Mark, Anderson .Paak – Don’t Remind Me
Robyn – Hang with Me
GusGus – Within You
Valdimar – Karlsvagninn
Ásdís, Purple Disco Machine – Beat of Your Heart
Stuðmenn – Gógó partý
Nik & Jay – Hot!
Ásgeir Trausti Einarsson – Against the Current
Bonde do Rolê – Solta o Frango
Daði Freyr Pétursson – Good Enough
Jónas Sigurðsson – Ofskynjunarkonan (#2)
Elles Bailey – Growing Roots
Unnsteinn Manuel – Lúser
BSÍ – Vesturbæjar beach
Hipsumhaps – Bleik ský
Mannakorn – Einhverstaðar einhverntíman aftur
Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem varað var við mikilli hálku í umdæminu. Vegagerðin sagði að aðstæður væru sérstaklega varhugaverðar við Lón að Kelduhverfi og að Kópaskeri. Það rigndi sumsstaðar á frosna vegi og var fólk beðið að sýna ýtrustu aðgát. Vegagerðin sendi fólk út að hálkuverja og þeirra á meðal var Kjartan Stefánsson. Hannlagði af stað fyrr í dag frá Húsavík austur á Kópasker. Hann var í Kelduhverfi að sanda og salta þegar Síðdegisútvarpið náði tali af honum.
Forðið ykkur í tæka tíð, HÖRMUNGAR ERU Í NÁND!!! Hörmungadagar á Hólmavík hefjast í næstu viku þar sem frítt er á alla viðburði og dagskráin uppfull af hörmulegum viðburðum. Fullorðinn maður les leiðinleg ljóð, sorgarsögur frá 19. öld rifjaðar upp og boðið verður upp á afar ömulegt pöbbarölt milli tveggja ölhúsa sem eru hlið við hlið. Einn af skipuleggjendum og upphafsmönnum hörmungahátíðarinnar heitir Andri Freyr og við slógum á þráðinn til hans norður á Strandir.
Í morgun var haldið málþing þar sem saman kom hópur fólks til að tala um íþróttaiðkun fatlaðra barna. Þar var meðal annars spurt hvernig hægt sé að tryggja öllum börnum raunverulegan aðgang að íþróttum og því velt upp hvað hafi áunnist og hvert eigi að stefna næst. Á málþinginu greindi móðir frá reynslu sinni af því að eiga fatlað barn í íþróttum og þjálfari hjá íþróttafélaginu Ösp fór yfir það helsta sem hindrar börn og ungmenni í að stunda skipulagt íþróttastarf. Við tölum við móðurina sem heitir Kristín Margrét Ingibjargardóttir og þjálfarann , hana Hönnu Rún Ragnarsdóttur.
Hópur Íslendinga ætlar að hittast á bar í Brooklyn í New York og horfa saman á leik Íslands og Danmerkur í undanúrslitum EM í handbolta karla. Einn þeirra er Þorgeir Logason og hann talaði við Síðdegisútvarpið.
Sambíóin tilkynntu um lokakaflann í bíóhúsinu við Álfabakka í Breiðholti nú í janúar og hafa verið iðin við kolann að sýna sígild meistaraverk hvíta tjaldsins síðustu daga í einstakri kveðjudagskrá til að heiðra sögu hússins. Meðal kvikmynda sem hafa verið sýndar síðustu kvöld eru Beint á ská, Tveir á toppnum og Sá stóri … við erum þá að tala um The Naked Gun, Lethal Weapon og Big, og einnig mátti sjá WALL-E, Forrest Gump svo eitthvað sé nefnt. Bíóið mun því hætta starfsemi sinni á næstu dögum og mun símafyrirtækið Nova flytja í þessi húsakynni. Okkar góði kvikmyndarýnandi og sjónvarpsframleiðandi, Ragnar Eyþórsson fór í bíó í gær og við spjölluðum við hann í seinni hluta þáttar.
Guðmundur Guðmundsson þekkir öll þjóðin sem einn reyndasta handknattleiksþjálfara landsins og í gegnum tíðina hefur hann einmitt verið aufúsugestur á skjá okkar landsmanna í janúarmánuði í fjölmörg ár. Guðmundur hefur í þrígang sinnt starfi þjálfara karla landsliðsins og vann íslenska liðið silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og brons á EM í Austurríki tveimur árum síðar undir hans stjórn. Ekki nóg með þennan glæsta árangur heldur gerði Guðmundur danska landsliðið að ólympíumeistara í Ríó árið 2016. Guðmundur var á línunni í lok þáttar.
Fréttir
Fréttir
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur hefur trú á að eitthvað gott geti gerst.
Gervigreindarmyndband af landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem fór á flug á samfélagsmiðlum HSÍ á miðvikudag, hefur fengið um 700 þúsund áhorf. Samfélagsmiðlastjóri segir viðbrögðin undanfarna daga yfirþyrmandi.
Heildarkostnaður vegna byggingar Kársnesskóla hleypur á átta komma fjórum milljörðum.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti í kvöld milljónir nýrra skjala um auðkýfinginn Jeffrey Epstein.
Dómari í New York hefur útilokað dauðarefsingu yfir Luigi Mangione, sem er sakaður um að hafa skotið forstjóra stórfyrirtækisins UnitedHealthcare til bana í desember 2024.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Inná vellinum er ekki sanngjarnt að bera Ísland og Danmörku við baráttu Davíðs og Golíats. Utan vallar á samlíkingin frekar við; danska handboltasambandið malar gull þessa dagana á meðan HSÍ berst í bökkum.
Þýskt íslenskt fyrirtæki vill reisa vinorkuver með 74 vindmyllum í nágrenni við Þórshöfn á Langanes. Hugmyndirnar mælast ekkert sérstaklega vel fyrir hjá íbúum sem hittu fulltrúa fyrirtækisins á íbúafundi í vikunni. Ágúst Ólafsson ræðir við íbúa síðar í þættinum.
Á Sportrásinni fylgist Doddi með því sem er að gerast í íþróttalífinu hér heima og erlendis. Helstu íþróttafréttir vikunnar og hvað er framundan með góðri aðstoð íþróttadeildar RUV. Ásamt gæða sunnudags tónlist.
Sportrásin, ekki bara fyrir þá sem hafa gaman af sportinu!
Doddi Hitaði upp fyrir leik Dana og Íslendinga í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta

Samkvæmis og gleðiþáttur á föstudagskvöldum þar sem Doddi litli leikur hressandi samkvæmispopp síðustu fimm áratuga og dansar með hlustendum inn í helgina.