Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Það líður að stórafmæli Alþingis Íslendinga. Árið 2030 verða liðin ellefu hundruð ár frá stofnun þess. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, segir máltækið ... og forystufólk þingsins segir það líka - nú er leitað eftir hugmyndum frá almenningi um hvernig fagna beri tímamótunum eftir rúm fjögur ár. Stórhátíð var á Þingvöllum þegar þúsund ára afmælinu var fagnað 1930. Hátíðin sú var rifjuð upp og ýmislegt henni tengt. Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur og fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, var gestur.
Samgönguáætlun - og þá einkum forgangsröðun jarðganga - er stóra málið þessa vikuna. Sitt sýnist hverjum, eins og sagt er. Í rökstuðningi fyrir að ráðast í Fjarðagöng en ekki Fjarðarheiðargöng vísaði ráðherra í nýja greiningu; - síðan hefur komið í ljós að hann fór ekki rétt með - en við forvitnuðumst um þá mælikvarða sem notaðir eru til að bera saman samgöngukosti. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við Háskólann á Akureyri, var með okkur.
Umfjöllun um sígilda tónlist var á sínum stað. Á dagskrá í dag var ítalski píanóleikarinn Aldo Ciccolini, Magnús Lyngdal sagði okkur sögu hans og frá áherslum og stíl í píanóleik.


Útvarpsfréttir.

Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta sjóslys Bandaríkjanna á síðari árum. Í október 2015 hvarf bandarískt flutningaskip við Bahama-eyjar í miðjum fellibyl.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður. Við rifjuðum upp með honum ferilinn, lögin hans sem allir þekkja, textana og lögin sem hann samdi fyrir aðra. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Við fórum yfir tölvupóst sem okkur barst frá hlustanda og ræddum í framhaldi um fiskrétti og smákökur.
Tónlist í þættinum í dag:
Týnda kynslóðin / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Negril / Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir (Bjartmar Guðlaugsson)
Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Útvarpsfréttir.
Menntamálaráðherra segir að ákvörðun um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla tengist ekki skómálinu svokallaða, tilviljun hafi ráðið því að staða hans hafi verið ausglýst á undan stöðum annarra skólameistara. Lögmaður skólameistarans vill að forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og aðstoðarmenn ráðherranna beri vitni fyrir dómi vegna málsins.
Ný forgangsröðun jarðganga er fyrst og fremst pólitísk og ekki gerð á þeim faglegu forsendum sem ríkisstjórnin heldur fram, segir formaður Framsóknarflokksins. Inniviðaráðherra kvaðst í gær ekki hafa lesið skýrsluna um jarðgangakosti á Austurlandi, sem hann vísaði til við kynningu samgönguáætlunar.
Stjórnvöld í Ísrael eru ánægð með að Ísraelum verði heimilað að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudag um þátttöku.
Útgerðarmaður á Vestfjörðum segir breytingar í byggðakerfi sjávarútvegs bitna á heilsársstörfum í minni plássum. Aukning í strandveiðum gagnist ekki öllum jafnt.
Evrópusambandið sektaði samfélagsmiðilinn X í morgun um tæpa átján milljarða króna fyrir að brjóta gegn nýrri stafrænni löggjöf sambandsins. Varaforseti Bandaríkjanna segir sekt ESB vera fyrir að neita að beita ritskoðun, en á það blæs framkvæmdastjórn sambandsins.
Nýtt og stærra Konukot var formlega opnað í Ármúla í Reykjavík í morgun. Framkvæmdastýra Rótarinnar segir þó ekki liggja fyrir hvenær konurnar geti nýtt sér aðstöðuna.
Það er óvenjugóðmennt í útvarpshúsinu í dag á árlegri Aðventugleði Rásar tvö.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Mennta-og barnamálaráðuneytið ver gagnrýni sem það setti fram á vinnubrögð Morgunblaðsins í tveimur fréttum í lok nóvember. Ráðuneytið bendir á fordæmi um sambærilegar fréttir þar sem einstaka fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir af tilteknum ráðuneytum.
Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigurður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnir ráðuneytið harðlega fyrir fréttirnar um Morgunblaðið sem það birti á heimasíðu Stjórnarráðsins. Hún segir að fordæmin sem ráðuneytið bendir á í svari sínu séu annars eðlis en gagnrýnin á Morgunblaðið nú.
Sigríður Dögg telur alvarlegt að ráðuneyti ráðist að nafngreindum fjölmiðli með þessum hætti.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Þetta er Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður blaðamannafélags Íslands, sem þú heyrir í þarna. Hún tjáir sig um birtingar mennta- og barnamálaráðuneytisins á tveimur fréttum í lok nóvember þar sem fréttaflutningur Morgunblaðsins var gagnrýndur. Fréttirnar voru birtar á heimasíðu Stjórnarráðsins sem er opinber heimasíða allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, er mennta- og banamálaráðherra.
Ráðuneytið birti tvær fréttir um fréttaflutning Morgunblaðsins 21. og 23. Nóvember. Fyrirsagnir ráðueneytisins voru ,,Rangfærslur um vímuefnaneyslu ungmenna” og ,,Um vinnubrögð Morgunblaðsins.”
Sigríður Dögg telur að þessar birtingar ráðuneytisins eigi að leiða til umræðu um það hvernig staðið skuli að birtingum á heimasíðu stjórnarráðsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við verðum á faraldsfæti í þætti dagsins.
Við hefjum þáttinn með heimsókn í Hússtjórnarskólann, sem er staðsettur á Sólvallagötu í Reykjavík. Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942. Ég kíkti í skólann í gær og ræddi þar við Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara, um námið og hið árlega opna hús sem er í skólanum á morgun. Á ferð okkar Mörtu Maríu um skólann hittum við fleiri kennara sem deildu með okkur ýmsu áhugaverðu.
Frá Sólvallagötunni höldum við svo í Hafnarfjörð en skólakór Öldutúnsskóla fagnar 60 ára starfsafmæli í ár, en kórinn var stofnaður árið 1965. Í gegnum árin hefur kórinn ferðast víða og sungið á fjölda tónleika en á sunnudaginn er komið að árlegum jólatónleikum kórsins í Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn var við æfingar í gær, ég kíkti við og hlýddi á undurfagran barnasöng og ræddi við Brynhildi Auðbjargardóttur, kórstjóra, en hún var sjálf í kórnum sem barn.
Frá barnasöngnum höldum við svo í Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og hittum Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóra en þar á bæ eru allir að undirbúa sig fyrir sölu jólatráa. Steinar segir okkur allt um meðhöndlun jólatrjáa og af hverju stafafuran er uppáhalds lifandi jólatré Íslendinga.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.
Tónlist þáttarins:
Saman - Lay Low og Ragnheiður Gröndal
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Ando Drom - Kanak szomasz.
Banda Morisca - Algarabya.
El Saghir, Hassan, Ezzayakoum - Mughanawi.
Asake - 2-30 (bonus track wav).
Cuevas, Sergio - Camino de San Juan.
Di Matteo, Luis - Eroticband.
Mouritzen, Juliane - Mournful song.
Diabaté, Toumani, Mala, Afia - Amégan.
Medero, Paolantonio - Venga conmigo gato.
Misiani, D.O., Shirati Jazz - Christina Jaber = Christina the beautiful.
Pe'a, Kalani - Malu 'Ulu A'o Lele.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 16. október 2016: Í þessum þætti ætlum við að velta fyrir okkur samgöngum í þessu landi. Við spáum í flugsamgöngur, opinbera samgönguáætlun og rafmagnsreiðhjól. Innslög í þáttinn unnu fréttamenn Ríkisútvarpsins á Vestfjörðum og Norðurlandi.
Dagskrárgerð: Dagur Gunnarsson, Halla Ólafsdóttir, Ágúst Ólafsson og Þórgunnur Oddsdóttir.
Umsjón með endurliti: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Fréttir
Fréttir
Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum heyrði fyrst af því í hádegisfréttum RÚV að menntamálaráðherra hefði ákveðið framlengja ekki skipunartíma hans heldur auglýsa stöðuna lausa til umsóknar
Innviðaráðherra segist ekki hafa haft ráðrúm til að lesa skýrslu sem hann vísaði til í Samgönguáætlun þar sem skýrslan hafi komið út átta dögum áður. Formaður Flokks fólksins segir ákvarðanir ráðherra oft teknar í samvinnu við aðra starfsmenn innan ráðuneyta og að oft gefist ekki tími til að lesa öll gögn.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir sekt Evrópusambandsins á samfélagsmiðilinn X árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum af hálfu erlendra stjórnvalda. Dagarnir þar sem Bandaríkjamenn séu ritskoðaðir á netinu séu liðnir.
Hofsjökull hefur rýrnað um rúmlega sautján prósent frá því að mælingar hófust 1987. Jökullinn hefur minnkað um tvö prósent frá því í fyrra.
Netflix gæti á næstu dögum eignast streymisveituna HBO og framleiðsluréttinn á kvikmyndum og þáttum um Harry Potter og Batman ef kaup fyrirtækisins á Warner Bros Discovery ganga í gegn. Ef fyrirtækin fá að sameinast myndu þau stjórna um helmingi streymismarkaðarins í Bandaríkjunum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Samfylkingin í Reykjavík stendur á krossgötum. Hún þarf að velja sér leiðtoga í höfuðborginni í fyrsta skipti í nærri tuttugu ár. Forsætisráðherra vill halda þar völdum og er sögð vera á höttunum eftir nýjum oddvita.
Það bar til í liðinni viku, undan Senegalströndum, að ráðist var á tyrkneska olíuskipið Mersin, líklega með sprengjudrónum. Skipið er í eigu tyrknesku útgerðarinnar Besiktas shipping en siglir undir fána Panama - og er talið tilheyra hinum svokallaða skuggaflota Rússa. Úkraínumenn hafa ekki gengist við árásinni en árásum af þessu tagi hefur fjölgað og þær eru taldar á gráu svæði.
Á miðvikudaginn (10. desember) tekur bann við samfélagsmiðlanotkun barna undir sextán ára gildi í Ástralíu og varðar háum sektum ef fyrirtæki ganga ekki fram í að koma í veg fyrir að ungmenni komist á miðlana.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Sólskinspoppið rataði til Íslands án þess að hugtakið sjálft fengi einhverja athygli. Meðal þeirra sem hljóðrituðu erlend sólskinspopplög með íslenskum textum voru Björgvin Halldórsson, Hljómar, Elly og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn, Hljómsveit Ingimars Eydal og Þuríður Sigurðardóttir. Þannig læddi þessi tónlist sér inn á íslenskan plötumarkað án þess að sérstaklega væri tekið eftir því. Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þættir Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur frá árinu 1995.
Fjallað er um sagnamennsku, þjóðsögur og sannar sögur.
Í þættinum eru fluttar tvær frásagnir úr bandasafni Stofnunar Árna Magnússonar, Kristján Jónsson segir frá Skriðu-Fúsa og dómi sem hann fékk en hann var dæmdur til þess að skríða á mannamótum og Sigríður Einars frá Munaðarnesi segir frá dómum sem féllu í hennar sveit snemma á öldinni. Sagt er frá útgáfu Grágásar sem þeir Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um og rætt við Mörð Árnason um Grágás
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Við verðum á faraldsfæti í þætti dagsins.
Við hefjum þáttinn með heimsókn í Hússtjórnarskólann, sem er staðsettur á Sólvallagötu í Reykjavík. Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942. Ég kíkti í skólann í gær og ræddi þar við Mörtu Maríu Arnarsdóttur, skólameistara, um námið og hið árlega opna hús sem er í skólanum á morgun. Á ferð okkar Mörtu Maríu um skólann hittum við fleiri kennara sem deildu með okkur ýmsu áhugaverðu.
Frá Sólvallagötunni höldum við svo í Hafnarfjörð en skólakór Öldutúnsskóla fagnar 60 ára starfsafmæli í ár, en kórinn var stofnaður árið 1965. Í gegnum árin hefur kórinn ferðast víða og sungið á fjölda tónleika en á sunnudaginn er komið að árlegum jólatónleikum kórsins í Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn var við æfingar í gær, ég kíkti við og hlýddi á undurfagran barnasöng og ræddi við Brynhildi Auðbjargardóttur, kórstjóra, en hún var sjálf í kórnum sem barn.
Frá barnasöngnum höldum við svo í Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og hittum Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóra en þar á bæ eru allir að undirbúa sig fyrir sölu jólatráa. Steinar segir okkur allt um meðhöndlun jólatrjáa og af hverju stafafuran er uppáhalds lifandi jólatré Íslendinga.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir.
Tónlist þáttarins:
Saman - Lay Low og Ragnheiður Gröndal
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgesturinn í þetta sinn var Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, skáld og myndlistarmaður. Við rifjuðum upp með honum ferilinn, lögin hans sem allir þekkja, textana og lögin sem hann samdi fyrir aðra. Við fórum með honum aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti. Við fórum yfir tölvupóst sem okkur barst frá hlustanda og ræddum í framhaldi um fiskrétti og smákökur.
Tónlist í þættinum í dag:
Týnda kynslóðin / Bjartmar Guðlaugsson (Bjartmar Guðlaugsson)
Negril / Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir (Bjartmar Guðlaugsson)
Þannig týnist tíminn / Ragnar Bjarnason og Lay Low (Bjartmar Guðlaugsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.


Útvarpsfréttir.

Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.
Aðventugleðin hófst með spjalli Huldu Geirsdóttur og Felix Bergssonar við góða gesti og svo tók hvert atriðið við af öðru. Ólafur Páll Gunnarsson var á sviðinu og ræddi við tónlistarfólkið.
Pétur Eggerz og Guðni Franzson sögðu frá skemmtilegri jóladagskrá Þjóðminjasafnsins sem á sér langa sögu.
Dóra og Döðlurnar tóku lagið.
Ragnheiður Maísól Sturludóttir ræddi umhverfisvænni jól, skiptimarkað jólasveinanna og fleira sniðugt sem minnkar neyslu og sóun yfir jólin.
Páll Óskar og Benni Hemm Hemm tóku lagið í beinni.
Elfa Dögg S, Leifsdóttir frá Rauða krossinum ræddi starfsemi Rauða krossins yfir hátíðarnar, minnti á vinasímann og fleiri góð verkefni sem borin eru uppi af sjálfboðaliðum.
Margrét Eir var síðust á svið fyrir hádegi ásamt hljómsveit og kór.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Menntamálaráðherra segir að ákvörðun um að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla tengist ekki skómálinu svokallaða, tilviljun hafi ráðið því að staða hans hafi verið ausglýst á undan stöðum annarra skólameistara. Lögmaður skólameistarans vill að forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og aðstoðarmenn ráðherranna beri vitni fyrir dómi vegna málsins.
Ný forgangsröðun jarðganga er fyrst og fremst pólitísk og ekki gerð á þeim faglegu forsendum sem ríkisstjórnin heldur fram, segir formaður Framsóknarflokksins. Inniviðaráðherra kvaðst í gær ekki hafa lesið skýrsluna um jarðgangakosti á Austurlandi, sem hann vísaði til við kynningu samgönguáætlunar.
Stjórnvöld í Ísrael eru ánægð með að Ísraelum verði heimilað að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Stjórn RÚV tekur ákvörðun á miðvikudag um þátttöku.
Útgerðarmaður á Vestfjörðum segir breytingar í byggðakerfi sjávarútvegs bitna á heilsársstörfum í minni plássum. Aukning í strandveiðum gagnist ekki öllum jafnt.
Evrópusambandið sektaði samfélagsmiðilinn X í morgun um tæpa átján milljarða króna fyrir að brjóta gegn nýrri stafrænni löggjöf sambandsins. Varaforseti Bandaríkjanna segir sekt ESB vera fyrir að neita að beita ritskoðun, en á það blæs framkvæmdastjórn sambandsins.
Nýtt og stærra Konukot var formlega opnað í Ármúla í Reykjavík í morgun. Framkvæmdastýra Rótarinnar segir þó ekki liggja fyrir hvenær konurnar geti nýtt sér aðstöðuna.
Það er óvenjugóðmennt í útvarpshúsinu í dag á árlegri Aðventugleði Rásar tvö.
Rás 2 blæs til árlegrar aðventugleði í Efstaleitinu þar sem góðir gestir líta við og dagskrárgerðarfólk Rásarinnar gírar sig upp fyrir jólin.
Margrét Erla Maack og Andri Freyr Viðarsson héldu áfram að taka á móti gestum í Aðventugleði Rásar 2. Elva Björg Gunnarsdóttir kom í spjall og sagði frá áhuga sínum á jólatónleikum en hún sækir 14 slíka í ár.
Vitringarnir þrír tóku lagið og spjölluðu við Óla Palla.
Glódís Guðgeirsdóttir sjúkraflutningamaður ræddi hvernig það er að þurfa að vinna um jólin.
Jónína Björt og Svavar Knútur tóku lagið frá Akureyri þar sem Óðinn Svan Óðinsson ræddi við þau.
Helvítis kokkurinn, Ívar Örn Hansen, ráðlagði hlustendum svo varðandi notin fyrir jólaafgangana
Loka atriði dagsins kom frá Jazzkonum sem fluttu nokkur lög ásamt jólatríói
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Ormhildarsaga er glæný teiknimyndarsaga sem verður heimsfrumsýnd á RUV laugardaginn 3. janúar nk. Þættirnir verða sýndir alla laugardaga í seinnipartsbarnaefninu. Um er að ræða 26 þátta teiknimyndaseríu byggða á myndasögunni Ormhildarsaga sem kom út 2016. Aníta Briem og Mía sem talsetja myndina komu til okkar ásamt Þórey Mjallhvíti höfundi.
Jóhanna Knudsen, kölluð Dúlla af ástvinum sínum, er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Nærgöngular yfirheyrslur hennar yfir stúlkum sem grunaðar voru um samneyti við erlenda hermenn hafa verið kallaðar umfangsmestu persónunjósnir Íslandssögunnar. En hver var Dúlla Knudsen? Höfundur bókarinnar fröken Dúlla kom til okkar hún heitir Kristín Svava Tómasdóttir.
Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona er mikið jólabarn og hún kemur í Síðdegisútvarpið í dag og gefur okkur uppskrift að óáfengu jólapúnsi og segir okkur hvað er það allra mikilvægasta hjá henni og fjölskyldunni á þessum tíma ársins.
Danska konan er leikin þáttaröð sem verður frumsýnd hér á ruv og fyrsti þátturinn er á dagskrá 1. janúar. Benedikt Erlingsson er leikstjóri en hann skrifaði handritið ásamt Ólafi Egilssyni og danska leikkonan Trine Dyrholm leikur aðalhlutverkið. Benedikt kom í Síðdegisútvarpið í dag.
Við ætlum líka að heyra af því hver eru 10 orðin sem tilnefnd voru sem orð ársins. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur Ruv kom til okkar og sagði okkur frá því.
Og við hringdum til Bandaríkjanna nánar tiltekið til Chicago og heyra í leik- og söngkonunni Ólöfu Jöru Skagfjörð en hún tekur þátt í uppfærslunni á Elf sem er á ferðalagi um Bandaríkin, ristastór sýning og Ólöf fer með eitt af aðalhlutverkunum við heyrðum í henni.
Fréttir
Fréttir
Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum heyrði fyrst af því í hádegisfréttum RÚV að menntamálaráðherra hefði ákveðið framlengja ekki skipunartíma hans heldur auglýsa stöðuna lausa til umsóknar
Innviðaráðherra segist ekki hafa haft ráðrúm til að lesa skýrslu sem hann vísaði til í Samgönguáætlun þar sem skýrslan hafi komið út átta dögum áður. Formaður Flokks fólksins segir ákvarðanir ráðherra oft teknar í samvinnu við aðra starfsmenn innan ráðuneyta og að oft gefist ekki tími til að lesa öll gögn.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir sekt Evrópusambandsins á samfélagsmiðilinn X árás á bandarísk tæknifyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum af hálfu erlendra stjórnvalda. Dagarnir þar sem Bandaríkjamenn séu ritskoðaðir á netinu séu liðnir.
Hofsjökull hefur rýrnað um rúmlega sautján prósent frá því að mælingar hófust 1987. Jökullinn hefur minnkað um tvö prósent frá því í fyrra.
Netflix gæti á næstu dögum eignast streymisveituna HBO og framleiðsluréttinn á kvikmyndum og þáttum um Harry Potter og Batman ef kaup fyrirtækisins á Warner Bros Discovery ganga í gegn. Ef fyrirtækin fá að sameinast myndu þau stjórna um helmingi streymismarkaðarins í Bandaríkjunum.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Samfylkingin í Reykjavík stendur á krossgötum. Hún þarf að velja sér leiðtoga í höfuðborginni í fyrsta skipti í nærri tuttugu ár. Forsætisráðherra vill halda þar völdum og er sögð vera á höttunum eftir nýjum oddvita.
Það bar til í liðinni viku, undan Senegalströndum, að ráðist var á tyrkneska olíuskipið Mersin, líklega með sprengjudrónum. Skipið er í eigu tyrknesku útgerðarinnar Besiktas shipping en siglir undir fána Panama - og er talið tilheyra hinum svokallaða skuggaflota Rússa. Úkraínumenn hafa ekki gengist við árásinni en árásum af þessu tagi hefur fjölgað og þær eru taldar á gráu svæði.
Á miðvikudaginn (10. desember) tekur bann við samfélagsmiðlanotkun barna undir sextán ára gildi í Ástralíu og varðar háum sektum ef fyrirtæki ganga ekki fram í að koma í veg fyrir að ungmenni komist á miðlana.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Föstudagsfýlingur og einungis góðir straumar í Klettinum í kvöld. Afmælisbarn kvöldsins var arkitek rokksins, sjálfur Little Richard. En fyrir utan þrjú lög með honum var þátturinn þemalaus.
Sturla - Spilverk Þjóðanna
Long Tall Sally - Little Richard
Gimme Shelter - The Rolling Stones
Moonage Daydream - David Bowie
Boys Don't Cry - The Cure
Velouria - Pixies
Just - Radiohead
I'm So Free - Beck
Congratulations - MGMT
Á skotbökkum - Stuðmenn
Good Golly Miss Molly - Little Richard
Travellin' - The Jeremy Spencer Band
Mainstreet - Bob Seger
Lady Writer - Dire Straits
Band On The Run - Paul McCartney & The Wings
Lust For Life - Iggy Pop
Get It On - T.Rex
Pinball Wizard - The Who
Í draumalandinu - Spacestation
Roman Holiday - Fontaines D.C.
I Sat By The Ocean - Queens Of The Stone Age
Dead Leaves and the Dirty Ground - White Stripes
Evil Eye - Franz Ferdinand
R U Mine? - Arctic Monkeys
Trouble - Cage The Elephant
Every Other Freckle - Alt-J
Are We Ready - Two Door Cinema Club
Nýr maður - Nýdönsk
Lucille - Little Richard
Revolution Rock - The Clash
Walking On The Moon - The Police
Iron Lion Zion - Bob Marley & The Wailers
L.A. - The Fall
The World Has Turned And Left Me Here - Weezer
Try Not To Breathe - R.E.M.
Lie To Me - Chris Isaak
Running Scared - Roy Orbison
You Can't Always Get What You Want - The Rolling Stones

Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.