HLUTVERK OG SÉRSTAÐA RÚV

HLUTVERK

Að vekja fólk til umhugsunar, virkja til athafna og efla til sköpunar og aðgerða

FRAMTÍÐARSÝN

Að hér á landi megi búa vakandi og víðsýn þjóð

GILDI

Leggja grunn að menningu RÚV og einkenna vinnubrögð, viðhorf og framkomu starfsfólks – heilindi, gæði, hugrekki og samvinna

STEFNUÁHERSLUR

Leiðarljós RÚV og um leið loforð RÚV til samfélagsins – fyrir þig, fyrir menninguna, fyrir framtíðina, fyrir sjálfstæði

Eigendur RÚV eru í fyrsta sæti og starfsfólk kappkostar að þjóna þeim af kostgæfni með fjölbreyttu dagskrárefni í hæsta gæðaflokki.  Á árinu fór fram umfangsmikil vinna við nýja stefnu RÚV til næstu ára.  Víðtækt samráð var haft við ýmsa hópa samfélagsins, meðal annars með könnun þar sem almenningi gafst kostur á að hafa áhrif á stefnu RÚV til 2026

Stefna RÚV til 2021

Ný stefna var kynnt vorið 2017 sem ötullega hefur verið hrint í framkvæmd á öllum sviðum starfseminnar.  Meginstefnuáherslurnar fimm miða allar að þörfum notenda og samfélagsins undir framtíðarsýninni „fyrir vakandi og víðsýna þjóð.“  Vinna við uppfærða stefnu RÚV til 2026 hófst á árinu.

FYRIR ÞIG: Að mæta þörfum og auka aðgengi fólksins í landinu

RÚV er íslenskur fjölmiðill í þjónustu almennings og hjartað í starfseminni er fólkið í landinu. RÚV hlustar og tekur mark á almenningi með markvissri notkun gagna og kannanna. Það endurspeglast bæði í þjónustunni og hugmyndum frá almenningi.

FYRIR MENNINGU: Að efla sköpun og miðlun íslenskrar menningar

RÚV er stærsta menningarstofnun þjóðarinnar; lífæð lista, menningar og íþrótta í landinu. RÚV varðveitir og miðlar menningu, vinnur að frumsköpun verka og framleiðslu leikins efnis úr íslenskum veruleika.

FYRIR SAMFÉLAGIÐ: Að virkja og hvetja samfélagið

RÚV er uppbyggilegt hreyfiafl og leitar eftir samvinnu og samtali við ólíka aðila í samfélaginu í samræmi við hlutverk sitt, stefnu og framtíðarsýn. Allt starf RÚV miðar að því að skila auknu virði út í samfélagið.

FYRIR SJÁLFSTÆÐI: Að vera snarpari og dýpri í umfjöllun

RÚV er ein mikilvægasta og traustasta veita upplýsinga út í samfélagið. RÚV starfar í þágu almannahagsmuna og er hluti af almannavörnum landsins. Sjálfstæði, traust og óhlutdrægni eru lykilhugtök í því hvernig RÚV nálgast lýðræðishlutverk sitt. RÚV gætir jafnvægis milli hraðrar símiðlunar og dýpri umfjöllunnar og krafan um hraða má aldrei vera á kostnað áreiðanleika og gæða.

FYRIR FRAMTÍÐINA: Að þjóna betur ungu fólki

Almannaþjónusta á að ná til allra aldurshópa. Til að RÚV uppfylli grunnhlutverk sitt er mikilvægt að unga fólkið hafi þörf fyrir, finni og noti þjónustu þess, eins og þeir sem eldri eru.

Stjórn RÚV ohf.

janúar – apríl 2021

Aðalmenn

  • Jóhanna Hreiðarsdóttir, formaður
  • Ragnheiður Ríkaharðsdóttir
  • Jón Ólafsson
  • Brynjólfur Stefánsson
  • Lára Hanna Einarsdóttir
  • Guðlaugur G. Sverrisson
  • Björn Gunnar Ólafsson
  • Mörður Árnason
  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir
  • Valgeir Vilhjálmsson
    (fulltrúi starfsmanna)

Varamenn

  • Jónas Skúlason
  • Jón Jónsson
  • Bragi Guðmundsson
  • Sjöfn Þórðardóttir
  • Mörður Áslaugarson
  • Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
  • Margrét Tryggvadóttir
  • Kolfinna Tómasdóttir
  • Marta Guðrún Jóhannesdóttir
  • Hrafnhildur Halldórsdóttir (fulltrúi starfsmanna)

apríl – desember 2021

Aðalmenn

  • Jóhanna Hreiðarsdóttir, formaður
  • Mörður Árnason
  • Jón Ólafsson
  • Guðlaugur G. Sverrisson
  • Brynjólfur Stefánsson
  • Mörður Áslaugarson
  • Marta Guðrún Jóhannesdóttir
  • Björn Gunnar Ólafsson
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir
  • Hrafnhildur Halldórsdóttir
    (fulltrúi starfsmanna)

Varamenn

  • Jónas Skúlason
  • Margrét Tryggvadóttir
  • Bragi Guðmundsson
  • Sigríður Valdís Bergvinsdóttir
  • Jón Jónsson
  • Kristín Amalía Atladóttir
  • Dorothée Kirch
  • Kolfinna Tómasdóttir
  • Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir
  • Valgeir Vilhjálmsson (fulltrúi starfsmanna)

Skipurit

Uppfært stjórnskipulag RÚV tók gildi 1. janúar 2018. Breytingarnar voru gerðar til að styrkja dagskrárþróun, framleiðslu og miðlun til stafrænnar framtíðar.

Innri áherslur í stefnu

kiddi

Velferð og vistvænar samgöngur

Markvisst er unnið að því að skapa gott starfsumhverfi þar sem líðan í starfi og starfsánægja er í forgrunni. Einnig er lögð áhersla á að starfsfólk njóti sveigjanleika eins og kostur er til að samræma starf og einkalíf. Innleidd var fjarvinnustefna á árinu þar sem markmiðið er að stuðla að auknum sveigjanleika í starfi og auka fjölbreytni í starfsumhverfi í þeim störfum þar sem það er mögulegt. Stytting vinnuvikunnar tók gildi í upphafi árs í samræmi við samkomulag sem náðst hafði við fulltrúa stéttarfélaga um útfærslu.

 

Ferlar í eineltis- og áreitnimálum voru uppfærðir líkt og gert er ráð fyrir með árlegri endurskoðun. Viðhorf starfsfólks til margra þátta í vinnuumhverfinu voru greind í viðhorfskönnun í loks árs og unnin verða úrbótaverkefni í framhaldi af þeim niðurstöðum.

 

Margt var gert á árinu til að styðja við markmið um velferð starfsfólks. Sálfræðiþjónusta til starfsmanna var efld enn frekar og einnig hafið samstarf við aðila sem sérhæfa sig í ráðgjöf til starfsfólks vegna langvarandi álags og streitutengdra vandamála.
Hugað var sérstaklega að hreyfingartengdum heilsuviðburðum. Sett var af stað gönguáskorun á vormánuðum þar sem stillt var upp dagskrá um mánaðarlegar göngur í kringum vötn, á láglendi og á fell með ágætis þátttöku starfsfólks. Verðlaun voru dregin úr potti mánaðarlega fyrir þá sem kláruðu markmið hvers mánaðar og samhliða var myndasamkeppni úr myndum sem teknar voru í göngunum.

 

Margir fræðslufundir voru á dagskrá á árinu sem fjölluðu um velferðartengd efni, svo sem álags- og streitustjórnun, næringu, samskipti, langtímaárangur í hreyfingu og sorg/sorgarviðbrögð. Sérstök fræðsla var veitt til fréttafólks vegna álagsþátta í störfum tengdum fréttaflutningi.

 

Boðið var áfram uppá nudd á vinnutíma en til viðbótar var boðið upp á velferðartengda viðburði þegar það var mögulegt í ljósi samkomutakmarkana. Þannig fengu RÚV-arar t.d. að kynnast rjúkandi fargufu sem er sambland af sauna – og sjóbaði ásamt því að eiga kyrrðarstund í flotmeðferð.

 

RÚV býður starfsfólki sínu upp á íþróttastyrk og starfsfólk er hvatt til að gera samgöngusamning um vistvænar samgöngur. Til að styðja við markmið um vistvænar samgöngur er boðið upp á hjólastillingar og yfirferð hjóla á vorin.

 

Hlutfall starfsfólks sem nýtir íþróttastyrk: 49% – Hlutfall starfsfólks sem nýtir samgöngustyrk: 25%

annelvira

Þróun þekkingar

Lögð er áhersla að byggja upp hæfni og styrkja starfsfólk í þeim fjölbreyttu hlutverkum sem eru innan RÚV. Starfsmannasamtöl eru nýtt fyrir endurgjöf og sem vettvangur til að ræða starfsþróun. Starfsfólk allt styður við mikilvægt hlutverk almannaþjónustumiðils sem rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

ma_20210605_004590

Á árinu var stigið mikilvægt skref við innleiðingu stafræns fræðlukerfis sem gefur starfsfólki kost á að sækja fræðsluefni þegar það hentar því best. Í boði eru fjölmörg stutt og hnitmiðuð fræðsluerindi auk þess að kerfinu er ætlað að vera mikilvæg upplýsingaveita til starfsfólks um ýmis mannauðstengd mál. Fræðslaí kerfinu gegnir einnig þýðingarmiklu hlutverki í nýliðaþjálfun.
Fræðslufundir á áriu voru að mestu haldnir í fjarfundi, m.a. námskeið í skyndihjálp sem tókst ágætlega að útfæra með þeim hætti. Örfundir um málfar voru haldnir reglulega yfir árið og einnig voru staðnámskeið haldin í öryggismálum.

 

Í samstarfi við EBU voru haldnir nokkrir fræðslufundir sérstaklega fyrir starfsfólk RÚV með sérfræðingum starfandi á almannaþjónustmiðlum í Evrópu, t.d. um falsfréttir og hlaðvörp.

 

Aukin tæknifærni er lykilatriði fyrir fjölbreyttari miðlun og stigin voru skref á árinu til áframhaldandi þróunar, svo sem með því að efla tæknifærni dagskrárgerðarfólks í útvarpi með þjálfun í sjálfkeyrslu í tengslum við nýtt hljóðver.

valgeirmynd
jafnrettijafnraedi

Jafnrétti, jafnræði og þátttaka

Unnið hefur verið að árangri í jafnréttismálum á RÚV með margvíslegum hætti. Jafnlaunakerfi sem fer eftir jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 fékk fyrst vottun í febrúar 2019 og árlega hefur verið framkvæmd viðhaldsúttekt. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun og jafnlaunagreiningar sem gerðar voru á árinu sýnir að náðst hefur góður árangur í að minnka launamun kynja og var leiðréttur launamunur 1,3% (körlum í óhag) í sept. 2021.

 

Jafnréttiáætlun var gefin út í sept. og gildir til ársins 2024. Áætlunin miðar að því að jafna stöðu kynja en nær einnig yfir jafnrétti óháð öðrum þáttum í samræmi við lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Stofnuð var jafnréttisnefnd sem ætlað er að fylgja jafnréttisáætluninni eftir, auka samráð í jafnréttismálum og tryggja að samstaða sé um jafnréttisstarf á vinnustaðnum.

 

Nefndin fundaði reglulega á árinu og miðlarði upplýsingum um störf sín til útvarpsstjóra og starfsfólks RÚV. Jafnréttismál á RÚV fengu umfjöllun á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni FKA, forsætisráðuneytisins og nokkurra fyrirtækja, þ.m.t. RÚV.

 

arshatid

RÚVara lífið

Samkomutakmarkanir settu svip sitt á árið og var minna um félagslíf starfsfólks af þeim sökum en þó voru farnir ýmsar leiðir til að halda gleði og góðum anda. Starfsmannasamtökin héldu loks árshátíð sem fresta hafði þurft í nokkur skipti og haldin var í Perlunni við góða þátttöku. Haldnir voru einnig fjarviðburðir, s.s. páskabingó ofl.

Varðveisla og miðlun íslenskrar tungu og menningar

Safnadeild RÚV

Safn Ríkisútvarpsins varðveitir sjónvarps- og útvarpsefnis frá upphafi útsendinga árið 1930. Óhætt er að segja að Ríkisútvarpið hafi skráð nútímasögu þjóðarinnar og að mikilvægur hluti þeirrar sögu sé geymdur í söfnum Ríkisútvarpsins. Þar á meðal eru sannkallaðar þjóðargersemar, þar sem efni af öllu tagi er varðveitt: upptökur af daglegu lífi Íslendinga á þessum tíma, upptökur frá stærstu viðburðum í sögu þjóðarinnar, ómetanlegar heimildir af merku fólki og merkum listviðburðum. Umfang þessa safnaefnis er mikið og er unnið er að því jafnt og þétt að skrá það og yfirfæra á stafrænt form. Efni úr safni hefur í auknum mæli verið dagskrársett í línulegri dagdagskrá sjónvarps og í spilara og aðgengi þannig aukið að eldri upptökum í útvarpi og sjónvarpi. Safnið var lokað fyrir heimsóknir hluta ársins vegna Covid-19 og margir unnu að heiman við skráningu dagskrárefnis. Skrifstofa safnsins var flutt um set í Efstaleiti um mitt ár og er nú staðsett nær dagskrárdeildum útvarps og sjónvarps.

Á árinu var gerður samningur við Kvikmyndasafn Íslands um skönnun á filmum RÚV næstu 5 árin. Filmurnar eru varðveittar í geymslum Kvikmyndasafns Íslands en tilheyra safnkosti RÚV. Allar skýrslur og handrit sem fylgja filmunum voru skannaðar inn og gerðar aðgengilegar af innrivef.

 

Fyrstu upplestrar á skáldsögum úr safni RÚV voru gerðir aðgengilegir hjá Storytel með leyfi rétthafa.

Innslög með völdum brotum úr safninu voru hálfsmánaðarlega á dagskrá í þættinum Samfélagið á Rás 1.

Fyrstu gagnagrunnar RÚV voru tilkynntir til Þjóðskjalasafns; Garmur og Kista.

 

Átak var gert í skráningu á öllum eldri segulböndum í geymslu, bæði tónlist og dagskrárefni og merkt segulbönd eru nú skráð í gagnagrunn og skýrslur þeirra skannaðar inn.

Allir lausamunir sem varðveittir voru á Vatnsenda voru myndaðir og skráðir. Samningar voru gerðir við Þjóðminjasafnið, Kvikmyndasafn Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Hernámssetrið, Félag um sögu útvarpstækni á Íslandi og Félag rafeindavirkja um varðveislu munanna. Sendastöðin á Vatnsenda var tæmd og húsinu skilað.

Safnið er stofnaðili í Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem sett var á laggirnar 2021. Markmið MSHL er að styðja uppbyggingu á og aðgengi að rannsóknainnviðum á sviði stafrænna hugvísinda og tengja íslenskar rannsóknir við alþjóðlega þróun á þessu sviði. MSHL verður innviðakjarni, rekinn í samstarfi helstu háskóla og stofnana sem fást við hugvísindi og listir og gögn sem tengjast sögu, menningu og tungumálum á Íslandi.

Málfar

RÚV hefur ríkar skyldur við íslenskt mál og hefur sett sér málstefnu þar sem málrækt er í fyrirrúmi. Málfarsráðgjafar sinna yfirlestri og ráðgjöf og stuðla þannig að því að bæta íslenskufærni og auðga málfar starfsfólks. Daglegar ábendingar og fundir um málfar eru liður í þeirri starfsemi. Umfang yfirlestrar eykst ár frá ári. Málfarsráðunautur og málfarsráðgjafar sinna líka upplýsingagjöf og fræðslu um íslenskt mál í miðlum RÚV, þar á meðal í þættinum Orð af orði sem hefur verið á dagskrá Rásar 1 í hverri viku frá 2013. Auk þess tekur RÚV þátt í ýmsum samstarfsverkefnum sem tengjast verndun íslenskrar tungu svo sem máltækniáætlun stjórnvalda. Þá á RÚV fulltrúa í Íslenskri málnefnd.

Aðgengi

Aðgengi fatlaðs fólks að miðlum RÚV hefur verið aukið að mun, frá því að kórónuveirufaraldurinn braust út, til að tryggja sem best aðgang allra að upplýsingum sem varða allt íslenskt samfélag. Hægt er að fá íslenskan skjátexta með nær öllu íslensku sjónvarpsefni sem sýnt er í miðlum RÚV. Lagt er kapp á að hafa vef og öpp RÚV aðgengileg fyrir blint og sjónskert fólk. Helstu fréttum er varða almannaheill er einnig miðlað með auðskildum texta sem hentar fólki með þroskahömlun. Á árinu var byrjað að túlka aðalfréttatíma sjónvarps og Krakkafréttir á táknmál og þjónusta á táknmáli var þannig aukin til mikilla muna. Á árinu var einnig hætt að senda út sérstaka táknmálsfréttatíma. Vinna er hafin við gerð aðgengisstefnu fyrir RÚV og í því skyni hefur meðal annars verið leitað til hagsmunasamtaka fatlaðs fólks til að meta þarfir þess hvað aðgengismál snertir.

 

RÚV English og RÚV Polski

Þjónusta RÚV English hefur aukist frá því að að kórónuveirufaraldurinn hófst og þjónustan RÚV Polski bæst við. Það er enda mikilvægt að miðla upplýsingum er varða þjóðina til allra sem búa á Íslandi, líka þeirra sem hafa ekki fullt vald á íslensku. RÚV English birtir fréttir á ensku og heldur úti vikulegum spjallþætti, The Week in Iceland, um fréttir liðinnar viku á Íslandi á ruv.is/english. RÚV Polski birtir fréttir af faraldrinum og úr íslensku samfélagi á ruv.is/polski. RÚV English sér um þýðingar á völdu íslensku sjónvarpsefni sem birtist með texta á RÚV 2 og í spilurum RÚV. Þá hélt verkefnastjóri RÚV English utan um þýðingar á pólsku og túlkun á borgarafundum og upplýsingafundum á pólsku.

Mannauður

252

Meðalfjöldi stöðugilda

43ár

Meðalaldur starfsfólks

11ár

Meðalstarfsaldur starfsfólks

44%

Hlutfall kvenna í hópi starfsmanna

Jafnrétti í dagskrá

FJÖLBREYTTUR STARFSHÓPUR

Hjá RÚV starfar fjölbreyttur hópur fólks með víðtæka reynslu og þekkingu. Á árinu 2021 störfuðu að meðaltali 276 starfsmenn í 252 stöðugildum hjá RÚV og RÚV Sölu. Starfsstöðvar eru í Reykjavík, Borgarnesi, Akureyri og á Egilstöðum. Kynjahlutfall hjá RÚV skiptist þannig að 44% starfsfólks eru konur og 56% karlar. Kynjahlutföll stjórnenda eru 46% konur og 54% karlar. Kynjahlutföll nýráðninga á árinu 2021 voru 62% konur og 38% karlar. Mikill áhugi er jafnan á starfi hjá RÚV og alls bárust yfir 1708 umsóknir á árinu.

 

SKÝR MARKMIÐ OG NÁKVÆM GREINING

Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum.

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að mæla hver staðan og þróunin er.

JAFNVÆGI MILLI KYNJA Í DAGSKRÁ RÚV 2020

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var alveg nánast jafnt, 51% karlar og 49% konur. Með kynjajafnvægi í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis. Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 61% karlar og 39% konur.  Tölurnar hafa þróast í átt til jafnvægis frá því að mælingar hófust.

RÚV hefur markvisst staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að hvetja konur til þátttöku á sviðum þar sem þær hafa ekki verið jafnar körlum, m.a. með  námskeiði í hagnýtri viðmælendaþjálfun í samvinnu við Félag kvenna í atvinnulífinu. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað til að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum.

Viðhorf starfsfólks

97%

Heilsuvísitala starfsfólks

3,9

Viðhorf til jafnréttismála

4,2

Starfsánægja

4,3

Stolt og ímynd

*Einkunn á bilinu 0-5 í viðhorfskönnun starfsmanna