RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Viðmælendagreining RÚV 2020

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia commons
Skráning á kynjahlutfalli viðmælenda er birt opinberlega á þriggja mánaða fresti til samræmis við stefnu RÚV í jafnréttismálum. Tölur fyrir allt árið 2020 liggja nú fyrir.

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og í reglubundnum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi. Talning sem þessi gefur ekki heildarmynd af því hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að mæla hver staðan og þróunin er. 

RÚV hefur markvisst staðið fyrir ýmsum aðgerðum til að hvetja konur til þátttöku á sviðum þar sem þær hafa ekki verið jafnar körlum, m.a. með  námskeiði í hagnýtri viðmælendaþjálfun í samvinnu við Félag kvenna í atvinnulífinu. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað til að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum.

Jafnt hlutfall viðmælenda í dagskrá RÚV 2020

Hlutfall kynjanna í dagskrá RÚV, utan frétta, var alveg jafnt, 50% karlar og 50% konur. Með kynjajafnvægi í dagskrá sker RÚV sig frá flestum miðlum hérlendis og erlendis. 

Séu eingöngu fréttatímar og fréttatengdir þættir teknir saman er hlutfall viðmælenda 63% karlar og 37% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórnmálum og samfélaginu, sem fluttar eru fréttir af.  Tölurnar hafa þróast í átt til jafnvægis frá því að mælingar hófust.

Viðmælendaskráning fjórði ársfjórðungur 2020

  kk. kvk. Heild kk. % kvk. %
Rás 1 508 562 1.070 47% 53%
Rás 2 395 312 707 56% 44%
RÚV 217 292 509 43% 57%
Fréttastofa 2.199 1.405 3.604 61% 39%
           
Dagskrá og fréttir 3.319 2.571 5.890 56% 44%
Dagskrá RÚV 1.120 1.166 2.286 49% 51%

 

Viðmælendaskráning 2020 í heild

  kk. kvk. Heild kk. % kvk. %
Rás 1 1.810 2.019 3.829 47% 53%
Rás 2 1.460 1.157 2.617 56% 44%
RÚV 812 927 1.739 47% 53%
Fréttastofa 8.788 5.229 14.017 63% 37%
           
Dagskrá og fréttir 12.870 9.332 22.202 58% 42%
Dagskrá RÚV 4.082 4.103 8.185 50% 50%