Tónleikur

Norræn þjóðernisrómantík

Norræn þjóðernisrómantík verður á dagskránni í dag og í næstu þáttum, birtingarmyndin í þessum þætti er strengjakvartett og sönglög eftir Norðmanninn Edvard Grieg. Rómantíska stefnan var í hámarki á síðari hluta 19. aldarinnar og þjóðernisstefna blandaðist mjög gjarnan saman við hana, sérstaklega hjá tónskáldum smáþjóða sem áttu undir högg sækja og höfðu búið við nýlendustefnu nágranna sinna öldum saman.

Strengjakvartettinn er g- moll op. 27, og flytjendur eru Auryn kvartettinn. Undir lok þáttarins mun Anne Sofie von Otter flytja tvö sönglög Griegs, ásamt píanóleikaranum Bengt Forsberg. Lögin eru bæði við ljóð eftir H.C. Andersen hinn danska, þau eru To brune Øjne og Jeg elsker dig, bæði úr ljóðabálkinum Hjertets Melodier op. 5.

Frumflutt

27. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónleikur

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Áður á dagskrá veturinn 2008-2009

Þættir

,