Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Tuttugasti og annar þáttur

Flutt er frásögn Ólafs Ólafssonar í Gimli þar sem hann lýsir áhrifum mikilla trúardeilna sem urðu meðal íslensku landnemanna í Nýja Íslandi á áttunda áratug 19. aldar. Frásögn Ólafs er úr upptökusafni því sem Hallfreður Örn Eiríksson og Olga María Fransdóttir kona hans, söfnuðu meðal Vestur-Íslendinga veturinn 1972-73. Umsjónarmaður les úr fréttabréfi því sem Björn Jónsson í Víðinesbyggð í Nýja Íslandi sendi heim til sveitunga sinna á Íslandi í ágúst 1877, en fréttaabréf þetta birtist í Andvara 1975. Einnig er ræt við Jónas Þór sagnfræðing um þessar trúardeilur.

Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir.

Frumflutt

10. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Þættir

,