Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Sextándi þáttur

Hallfreður Örn Eiríksson segir frá söfnunarferðalagi sem hann, ásamt konu sinni Olgu Maríu Fransdóttur, fór á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandríkjunum 1972-73. Flutt eru tvö samtalsbrot úr safni þeirra, viðtal við Sigurð Sigvaldason í Víðisbyggð, sem segir frá landnámi foreldra sinna og vísnaskemmtan á Íslandi og fyrir vestan. Einnig er flutt frásögn Gunnars Sæmundssonar í Geysisbyggð, af Einari Duluth en saga gerist á Íslandi.

Umsjón: Anna Margrét Sigurðardóttir.

Frumflutt

29. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Þjóðarþel: Landnám Íslendinga í Vesturheimi

Fjallað um landnám Íslendinga í Vesturheimi. Lesið úr bréfum og frásögnum sem birtust í blöðum og bókum.

Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir.

(Áður á dagskrá 1996)

Þættir

,