Sunnudagssögur

Dagur B. Eggertsson

Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau.

Dagur B. Eggertsson, læknir og núverandi formaður Borgarráðs, hefur stigið úr stóli borgarstjóra í Reykjavík. Hann segir frá æskunni, félagsmálaáhuganum sem hefur lengi brunnið innra með honum og frá því þegar misheppnuð hárlitun mágkonu hans varð hans mesta lán því í kjölfar hennar kynntist Dagur eiginkonu sinni.

Hann lítur stoltur um öxl en borgarstjóratíðin hefur líka einkennst af erfiðleikum. Hann rifjar upp áfallið sem fjölskyldan varð fyrir þegar skotið var húsi hans og óvissuna sem fylgdi veikindunum þegar hann greindist með gigt.

Frumflutt

31. mars 2024

Aðgengilegt til

31. mars 2025
Sunnudagssögur

Sunnudagssögur

Umsjón: Ýmsir.

Þættir

,