Sunnudagssögur

Pétur Markan

Þema Júlíu Margrétar Einarsdóttur í Sunnudagssögum í mars er heppni. Hún fær til sín ólíka viðmælendur sem öll hafa orðið fyrir láni í lífinu sem hefur haft áhrif á þau.

Í þessum fyrsta þætti segir Pétur G. Markan biskupsritari frá æsku sinni sem fótbolta- og kórdrengur í Fossvoginum. Hann átti ástríka æsku og samheldna fjölskyldu en varð fyrir áfalli sextán ára gamall þegar faðir hans lést. Hann rifjar upp örlagaríkt eftirpartý í miðbænum og símtal sem hann átti mörgum árum síðar við systur sína, og afleiðingum þess, sem áttu eftir færa fjölskyldunni mikla gæfu og þakklæti.

Frumflutt

3. mars 2024

Aðgengilegt til

5. mars 2025
Sunnudagssögur

Sunnudagssögur

Umsjón: Ýmsir.

Þættir

,