Sunnudagssögur

Dagný Maggýjar Gísladóttir

Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Dagnýju Maggýjar Gísladóttur um líf hennar og störf. Dagný deildi m.a. átakanlegri sögu móður sinnar sem veiktist alvarlega á geði eftir aðgerð á sjúkrahúsi og festist í svartnætti þunglyndis og kvíða sem svo dró hana til dauða. Dagný skrifaði sögu móður sinnar í bókinni Á heimsenda sem út kom árið 2018. Þá kom nýleg bók hennar, Lífið á vellinum, einnig við sögu, en þar skyggnist hún inn fyrir hliðið á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem var og hét.

Birt

18. apríl 2021

Aðgengilegt til

18. apríl 2022
Sunnudagssögur

Sunnudagssögur

Góðir gestir segja sögur úr lífi sínu, sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf. Ljúfur þáttur með notalegri tónlist. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir, Gígja Hólmgeirsdóttir, Hulda G. Geirsdóttir og Andri Freyr Viðarsson.