Morgunútvarpið

Söfnunarganga, Þjóðarspegill, reiðurfé, karlaheilsa, Leikfélag Sólheima og bifhjólafólk

Á morgun ætlar Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs, sjúkraflutningarmaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgasvæðisins, ganga hundrað kílómetra til styrktar Píetasamtökunum. Og ýmist draga á eftir sér eða ýta á undan sleða með 100 kg af lóðum. Hann leggur af stað frá líkamsræktarstöðinni Ultraform á Akranesi og Ultraform í Grafarholti og mun fara i gegnum Hvalfjörðinn. Bergur var á línunni.

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hleypir af stokkunum nýrri fyrirlestraröð í dag undir merkjum Þjóðarspegilsins. Árdís K. Ingvarsdóttir, aðjunkt í félagsfræði, er önnur þeirra sem flytja erindi í dag, en það ber titilinn: Útlendingur, innflytjandi eða fólk í leit alþjóðlegri vernd. Málefni innflytjenda á Íslandi og fólks í leit alþjóðlegri vernd eru reglulega í opinberri umræðu og þar eru réttindi fólks og skyldur, menning, lagalegt umhverfi, áhrif innflytjenda á hagkerfið, útgjöld og tekjur hins opinbera og vinnumarkaðurinn meðal þess sem er undir. Árdís kom til okkar og ræddi þessi mál.

Björn Berg Gunnarsson leit við í sitt reglulega fjármálaspjall og ræddi m.a. reiðufé og hönnun peningaseðla.

Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann hefur sérhæft sig í neðanbeltis karlheilsu. Við ræddum það mikilvæga mál við Lalla eins og hann er kallaður sem og fleira, eins og t.d. jákvæða sálfræði sem hann segir hjálpa sér á ýmsum sviðum, bæði í vinnu og einkalífi.

Flest þekkjum við til starfseminnar á Sólheimum í Grímsnesi og þar er ekki síður rekin blómleg menningarstarfsemi en mannrækt og gróðurrækt. Öflugt leiklistarstarf er á staðnum og á morgun verður frumsýnd glæný leiksýning. Við fengum góða gesti, þá Eirík Þórðarson leikara, Ólaf Hauksson leikara og Hallbjörn Rúnarsson tónlistarstjóra og sögumann.

Á morgun, Sumardaginn fyrsta, munu Samgöngustofa, Sniglarnir, Ökukennarafélag Íslands, Kvartmíluklúbburinn og Ökuskóli 3 standa fyrir Vorfagnaði bifhjólafólks við Ökuskóla 3 í Álfhellu í Hafnarfirði. Þetta er í þriðja sinn sem Vorfagnaðurinn er haldinn, en á fyrri viðburði mættu um 200 aðilar á hjólum sínum og komu þeir víðs vegar af landinu. Ingólfur Snorrason frá Kvartmíluklúbbnum kom til okkar.

Tónlist:

GDRN - Ævilangt.

Van Morrison - Brown eyed girl.

Daði Freyr - I'm not bitter.

Mannakorn - Gamli góði vinur.

KK og Magnús Eiríksson - Óbyggðirnar kalla.

Elton John - Crocodile Rock.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

24. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,