Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.
Mikið tjón varð á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið inn í húsnæði þess í gærmorgun. Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkrósbakarís, var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými þess, þegar hann fékk bílinn í gegnum vegginn. Við ræddum við Snorra um tjónið og hvað tekur við.
Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að svipta Skotfélag Reykjavíkur starfsleyfi á Álfsnesi en sviptingin tók gildi strax og kemur til með að hafa áhrif á námskeið félagsins fyrir Umhverfisstofnun, hreindýrapróf og fleira. Við fengum Guðmund Gíslason framkvæmdastjóra Skotfélags Reykjavíkur til okkar en hann ætlar að segja okkur betur frá þessum ólgusjó sem félagið stendur nú í.
Greint var frá því í fréttum í gær að Ísfirðingar ætli að spila viðvörunarhljóð kríunnar í gríð og erg í Tunguhverfi í sumar til að halda henni frá leikvelli og göngustígum í hverfinu. Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld beitt ýmsum aðferðum til að fæla fuglinn, án árangurs, en hversu langt er æskilegt að ganga í því að fæla þessa friðuðu fuglategund frá þeim svæðum sem hún hefur komið sér fyrir á? Við ræddum þau mál við Finn Ricart Andrason, forseta Ungra umhverfissinna.
Verkföll eru hafin í leik og grunnskólum Kópavogs og Mosfellsbæjar auk leikskóla Garðabæjar og grunnskóla Seltjarnarnes en um 1600 félagsmenn í BSRB stefna í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir næsta mánuðinn eða svo vegna þess að ekkert gengur í kjaradeilu félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB kom til okkar á þessum fyrsta degi verkfalls.
Það stefnir í aðra umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi en Erdogan Tyrklandsforseti leiðir sem sakir standa. Erdogan hefur færst hratt í átt að meira einræði á tuttugu ára valdatíð sinni og mikillar óánægju gætir í landinu, þá sérstaklega á þéttbýlli stöðum. Sema Erla Serdar stjórnmálafræðingur, sem þekkir Tyrknesk stjórnmál vel, kom til okkar.
Við fórum yfir íþróttir helgarinnar í lok þáttar, eins og alltaf á mánudögum, í þetta skiptið með Einari Erni Jónssyni, íþróttafréttamanni.
Tónlist:
Nöttaðir Höttarar & Salka Sól - Á annan stað.
DAÐI FREYR - Thank You.
EMILÍANA TORRINI - Speed Of Dark.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
Maggie Rogers - Want Want.
Bríet - Fimm.
Kiriyama Family - About you.
Duffy - Warwich Avenue.
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS VALA - Reyndu bara'ð ná mér.
FUGEES - Killing Me Softly.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.