Morgunútvarpið

15. nóv - Salan á Mílu, rafíþróttir á Húsavík, sóttvarnir og tónleikar

Salan á fjarskiptafyrirtækinu Mílu hefur verið töluvert á milli tannanna á fólki, og þá sérstaklega út af meintum áhrifum hennar á þjóðaröryggi Íslendinga. Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði grein á dögunum þar sem hún vakti athygli á því Alþingi hefði enn tíma til setja skilyrði við söluna til tryggja hagsmuni Íslands í málinu.

Rafíþróttir hafa verið fyrirferðamiklar í Morgunútvarpinu undanfarið. Þær eru vaxandi hjá hinum ýmsu íþróttafélögum sem bjóða upp á þjálfun í tölvuleikjaspili en hefur Framhaldsskólinn á Húsavík um nokkurra mánaða skeið kennt áfanga í rafíþróttum og stefnir á setja á fót heila námsbraut helgaða þeim. Við heyrðum í Sigurði Narfa Rúnarssyni, kennara á Húsavík, um þessa nýju tegund náms.

Grófum ofbeldisverkum hefur fjölgað undanfarið, sögn lögreglu, og gripið er fyrr til vopna en áður. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss hefur sagt svo virðist sem það hafi færst í vöxt ungt fólk beiti ofbeldi en hnífaárás ungra manna aðfaranótt laugardags í Garðabæ vakti óhug margra. Við ræddum við Guðrúnu Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðing um aukið ofbeldi barna og ungmenna.

Ríkisstjórnin ákvað á föstudag herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er vísað til þess vaxandi fjöldi smita hafi skapað mikið álag á Landspítalanum og heilbrigðiskerfið í heild. Við ræddum við Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, og Öla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um hertar sóttvarnaaðgerðir, heilbrigðiskerfið og stjórnarmyndunarviðræður.

Jólatónleikavertíðin er óðum hefjast þrátt fyrir samkomutakmarkanir og í kvöld fara tvennir slíkir fram, nefnilega jólatónleikar Lalla töframanns. Lárus Blöndal, töframaður, kom til okkar með gítarinn.

Í lok þáttar fórum við yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar með Kristjönu Arnarsdóttir, íþróttafréttakonu.

Lög:

Phantom - Of Monsters and Men

Love again - Dua Lipa

Yellow - Coldplay

Better off - Bony Man

Just my Imagination - Cranberries

Shivers - Ed Sheeran

Birt

15. nóv. 2021

Aðgengilegt til

13. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.