Morgunútvarpið

8. nóv. - Matvælaverð, geimrannsóknir, örvunarskammtar, eldvirkni ofl.

Matvælaverð hefur ekki verið hærra á heimsvísu í meira en áratug samkvæmt nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verð á matvælum hefur hækkað um rúmlega 30 prósent á síðastliðnu ári og óljóst er hvernig þróunin verður á næstu mánuðum. Við ræddum við Auði Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits hjá Alþýðusambandi Íslands, um þessar hækkanir og matvælaverð hér á landi.

Geimrannsóknir eru ekki eitthvað sem við tengjum við íslenskt atvinnulíf, en engu síður eru nokkur umsvif sem tengjast geimrannsóknum á Íslandi, mörg hver sérstaklega tengd þeim líkindum sem finna í íslenskri náttúru við náttúrufar á Mars. Undanfarið hefur verið rætt um aðild Íslands Evrópsku geimrannsóknarstofnuninni, ESA og sendi Alþingi frá sér ályktun í þá veru árið 2015. En hver er staðan núna? Sjáum við fram á mikilvægan geim iðnað í framtíðinni hér á landi? Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent við Háskólann á Bifröst veit meira um það og hann kom til okkar.

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið allir 16 ára og eldri fái örvunarskammt af bóluefni þegar hálft ár er liðið frá grunnbólusetningu. Metfjöldi kórónuveirusmita greindist í síðustu viku og Þórólfur hefur sagt þriðja sprautan af bóluefni gegn COVID-19 geti mögulega verið leiðin út úr faraldrinum. Heilsugæslan vinnur því auka afkastagetu í framkvæmd bólusetninga og við ræddum við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um fyrirhugaðar bólusetningar og aukið álag í skimunum.

Hlustendur þekkja Dr. Eirík Bergmann sem reglulegan álitsgjafa og fræðimann í fjölmiðlum, enda sérfræðingur í stjórnmálum. Hann gaf nýverið út bókina Þjóðarávarpið þar sem hann rýnir í þjóðernishugmyndir, popúlisma, upplýsingaóreiðu og samsæriskenningar af ýmsu tagi, en allt hefur þetta aukist á undanförnum árum í hinum vestræna heimi og jafnvel víðar. Hvers vegna hafa mál þróast svona og hvert stefnum við eru stórar spurningar, en þær skoðar Eiríkur í bókinni. Hann kom til okkar í spjall.

Eldvirkni hefur legið niðri í Fagradalsfjalli í tæplega tvo mánuði. Sérfræðingar telja þó ekki tímabært lýsa yfir goslokum. Við ræddum við Þorvald Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, um stöðuna á gosstöðvunum og um skjálftavirkni við Keili og Vigdísarvelli.

Við fórum svo yfir helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar í lokin.

Tónlist:

Mannakorn - Samferða.

Robert Plant og Alison Krauss - Cant let go.

Ellen Kristjánsdóttir og John Grant - Veldu stjörnu.

Jón Jónsson - Fyrirfram.

GDRN - Næsta líf.

Stefán Hilmarsson - Heimur

Birt

8. nóv. 2021

Aðgengilegt til

6. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.