Morgunútvarpið

28. okt. - Þjóðarspegill, kjarnasamfélög, Austurland, karfa og Spánn

Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands ræddi við okkur um Þjóðarspegillinn, sem er ráðstefna í félagsvísindum og er haldin ár hvert við Háskóla Íslands og að þessu sinni haldin rafrænt. Meðal þess sem er á dagskrá er málstofan Leið kvenna til æðstu metorða og við forvitnuðumst líka um hana.

Við kynntum okkur kjarnasamfélög, en þau eru hönnuð með það markmið að byggja upp og efla tengsl milli íbúa. Simon Joscha Flender, arkitekt og verkefnastjóri hjá Kjarnasamfélagi Reykjavíkur og Anna María Björnsdóttir, áhugamanneskja um kjarnasamfélög, komu til okkar og sögðu okkur frá.

Athygli hefur vakið hversu fá kórónuveirusmit hafa greinst á Austfjörðum miðað við aðra landsfjórðunga. Við hringdum austur og heyrðum í Guðjóni Haukssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Við veltum fyrir okkur hvað veldur, eru aðgerðir aðrar þar eða er smithætta minni í dreifbýlinu? Og hvað með heimsóknir skytta sem koma á svæðið til veiða, hafa heimamenn áhyggjur af því að þær geti borið smit? Við tókum stöðuna fyrir austan.

Íþróttir eru flestar, ef ekki allar, á bið núna vegna hertra sóttvarnaraðgerða og þar er körfuboltafólk ekki undanskilið. Hannes Sigurbjörn Jónsson er formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Hann fór yfir með okkur til hvaða ráðstafana hreyfingin hefur gripið, sagði frá undirbúningi fyrir landsleiki kvennalandsliðsins sem fram undan eru o.fl.

Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni með nýjustu tíðindi þaðan, auk þess sem hann tók smá krók yfir til Norðurlandanna.

Tónlist:

Júlíus Guðmundsson - Hvernig sem fer.

John Grant - Marz.

Carole King - Youve got a friend.

Bruce Springsteen - Ghost.

Mono Town - Peacemaker.

Auður og Mezzoforte - Hún veit hvað ég vil.

Hildur - Ill walk with you.

Robbie Williams - Love my life.

Ed Sheeran - Shape of you.

Birt

28. okt. 2020

Aðgengilegt til

26. jan. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.

Þættir