Konsert

Junior Marvin & the Legendary Wailers + Hjálmar

Í Konsert vikunnar hlustum við á Reggae. Fyrst heyrum við í Junior Marvin & the Legendary Wailers ? upptöku spænska ríkisútvarpsins frá Rototom Sunsplash Reggae Festival sem fór fram á Benicassim á Spáni í ágúst. Og svo heyrum við upptökur úr safni Rásar 2 með Hjálmum - frá Bræðslunni, Allt fram streymir í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og Bíóhöllinni á Akranesi.

Junior Marvin var gítarleikari í The Wailers, hljómsveit Bob Marleys frá 1977 til 1981 þegar Marley lést. Hannfæddist í Kingston á Jamaica árið 1949 en flutti með foreldrum sínum til London þegar hann var lítill strákur. Hann spilaði með Marley inn á plöturnar Exodus (1977), Kaya (1978), Survival (1979), Uprising (1980) og Confrontation sem kom út 1983.

Frumflutt

14. sept. 2023

Aðgengilegt til

13. sept. 2024
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,