Konsert

Richard Hawley í The EartH í London 6. maí sl.

Í Konsert í kvöld förum við á tónleika með breska tónlistarmanninum Richard Hawley sem á miklum vinsældum fagna og mjög víða.

Richard Willis Hawley er fæddur í janúar 1967 og er þess vegna 52 ára gamall. Hann er fædur og alinn upp í Sheffield, og vakti fyrst athygli sem meðlimur Brit-Pop hljómsveitarinnar The Longpigs sem var ein af þessum minna þekktu Brit-Pop sveitum reyndar. sveit lognaðist útaf árið 2000 og Hawley gekk til liðs við hljómsveit vinar síns, Jarvis Cocker, Pulp, sem session maður - leigu- gítarleikari, en Richard Hawley er mjög lunkinn gítarleikari. Hann spilaði líka með ýmsum öðrum um tíma, t.d. Lisu Marie Presley og Nancy Sinatra.

Hann var fyrst og fremst session maður og var um tíma hugsa um leggja gítarinn á hilluna og hætta í músík, sér almennilega vinu svo hann gæti framleytt fjölskyldunni sinni. En þeir vinir hans í Pulp, og sérstaklega Jarvis Cocker, hvöttu hann til gera sólóplötu, sem hann og gerði. Hann hafði alltaf frá því hann var unglingur verið semja lög en var ekki mikið flagga þeim. Platan - mini platan Richard Hawley kom út í apríl 2001 og hún sló óvænt í gegn eða vakti amk. það mikla athygli hann gerði aðra plötu, núna fulla stóra plötu; Late Night Final, líka 2001. Og svo aðra, Lowedges 2003, og í dag eru sólóplöturnar hans orðnar 8 talsins, nýjasta kom út núna í lok maí og náði 3. Sæti breska vinsældalistans. Hún heitir Further.

Richard Hawley hefur líka komið fram sem gestur á plötum með Arctic Monkeys, Manic Street Preachers, Elbow, Duane Eddy, og Paul Weller svo einhverjir séu nefndir, og svo hafa þeir spilað dálítið saman og eru ágætir kunningjar eða vinir, Halwey og John Grant.

Hann hefur veirð tilnefndur til ótal verðlauna og músíkpressan sýnir honum alltaf mikinn áhuga þegar hann gerir plötu.

Og Richard Hawley hefur verið fylgja nýju plötunni sinni eftir og tónleikarnir sem við ætlum heyra í kvöld og koma frá BBC fóru fram á stað í London sem heitir The EartH, er í Hackney í London.

Frumflutt

14. nóv. 2019

Aðgengilegt til

24. maí 2024
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,