Konsert

Rolling Stones 1977 í Toronto

ÍKonsert vikunnar förum við á tónleika með Rolling Stones sem fóru fram 5. mars 1977, mitt á milli platnanna Black and Blue sem kom út ?76 og Some Girls sem kom ?78.

Dagana 4. og 5. mars spilaði Rolling Stones í 400 sæta klúbb í Toronto í Kanada undir nafninu The Cockroaches og voru auglýstir sem upphitunarnúmer fyrir lókal hljómsveitina; April Wine.

En það voru engir Kakkalakkar sem hiðuðu upp fyrir April Wine, heldur kunnuglegir náungar frá Englandi, Rolling Stones!

Á efnisskránni var einskonar Greatest Hits prógramm; Honky Tonk Women, Jumpin? Jack Flash og eldri slagarar eins og Route 66, Little Red Rooster ofl.

Bandið var í fínu formi þarna; Mick Jagger, Keith Richards, Charlie Watts á trommunum, Bill Wyman á bassanum og Ron Wood á ryþmagítar. Kannski besta rokkband í heimi?

Þessir tónleikar eru mjög sérstakir, en bara nokkrum mánuðum fyrr voru þessir strákar á spila á leikvöngum um allan alla Evrópu fyrir tugi þúsunda á kvöldi. En svo komu þeir í 5. mars 1977 á El Mocambo í Toronto í Kanada og spiluðu fyrir 400 manns.

Frumflutt

26. maí 2022

Aðgengilegt til

6. sept. 2024
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.

Þættir

,