Konsert

Bob Dylan í Royal Abert Hall 1966

Í Konsert kvöldins rifjum við upp tónleika Bobs Dylan frá 26. Maí 1966 þegar Bob var nýorðinn 25 ára gamall en hann verður 80 ára á mánudaginn næsta.

Hann var þarna koma fram í fyrsta sinn með hljómsveit og rafmagnsgítar og um það hafa verið skrifaðar doktorsritgerðir og gerðar myndir og sjónvarpsþættir, útvarpsþættir og skrifaðar bækur. Þegar Dylan stakk í samband! Þegar þjóðlagasöngvarinn og söngvaskáldið brást aðdáendum sínum og sveik þá og fór herma eftir Mick Jagger og Bítlunum og öðrum sem þóttu jafnvel enn ómerkilegir en Bítla-hyskið.

Hann kom fram einn vopnaður kassagítar og munnhörpu fyrir hlé en svo kom hljómsveitin með honum eftir hlé.

Birt

20. maí 2021

Aðgengilegt til

20. maí 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.