Konsert

Bonnie "Prince" Billy á Gauknum 6. nóvember 2001

Í Konsert í kvöld ætlum við fara á Gauk á Stöng í Reykjavík 20 ár aftur í tímann og hlusta á tónleika úr safni Rásar 2 með Bonnie Prince Billy eða Will Oldham.

Joseph Will Oldham fæddist 15. janúar árið 1970 í Louisville í Kentucky í Ameríku. Hann er tónlistarmaður og leikari líka ? hefur sent frá sér heilan helling af plötum undir ýmsum nöfnum. Í upphafi var hann Will Oldham og gaf út með ýmsum undir ýmsum nöfnum; Palace, Palace Flophouse, Palace Brothers, Palace Songs og Palace Music. En svo árið 1998 fór hann kalla sig Bonnie Prince Billy og hefur haldið því síðan. Hann sendi síðast frá sér plötu 2019 sem heitiri I Made a place og er plata númer 21 sem kemur út frá Bonnie Prince Billy.

En þegar hann kom hingað til íslands til spila á Gauknum 6. nóvember 2001 var hann bara búinn senda frá sér tvær plötur sem Bonnie Prince Billy; I see a darkness 1999 og svo Ease down the road í mars 2001 og hann var ss. fylgja henni eftir þegar Kiddi Kanína í Hljómalind náði hann hingað til Íslands og spila á Gauknum.

Og ætlum við hlusta á þessa merku tónleika í Konsert í kvöld. Þegar það er búið heyrum við í Bríeti á Airwaves 2020 í Listasafninu.

Birt

18. feb. 2021

Aðgengilegt til

18. feb. 2022
Konsert

Konsert

Tónleikaupptökur víðsvegar úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.