Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1 - 21. október

Jóhann Alfreð sat í stúdíó 2 á Hljóðvegi dagsins. Steiney sendi inn innslag frá kokkteilabarnum Bingó þar sem hún spjallaði við Jakob Eggertsson sem hafnaði í níunda sæti í heimsmeistarakeppninni í kokteilagerð í Brasilíu á dögunum. Jóhann sló á þráðinn á Dóru Svavarsdóttur, formann Slow Food Reykjavík sem hafa staðið fyrir Bragðagörðum í Grasagarðinum yfir helgina. Þar stóð meðal annars yfir matarmarkaður Samtaka smáframleiðenda í matvælaframleiðslu auk vinnustofa og fyrirlestra sem boðið hefur verið upp á. Jóhann opnaði fyrir símann og hlustandinn Friðrik, sem kallar sig stundum SvifFriðryk létti á sér varðandi notkun nagladekkja í borginni og áskoranir þess ferðast um á hesti um borgarlandið. Í lok þáttar leit Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður við og fór yfir íþróttir helgarinnar með Jóhanni.

Frumflutt

21. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hljóðvegur 1

Hljóðvegur 1

Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

,