Hátíðarmessa stúdenta á fullveldisdaginn 1. desember í kapellu Háskóla Íslands. Hátíðarmessan er í umsjón nemenda við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Prestur er Sr. Pétur Ragnhildarson. Í hátíðarmessunni í ár á öll tónlistin uppruna sinn úr messubók Guðbrands Þorlákssonar frá árinu 1594. Messubókin gengur einnig undir nafninu Grallarinn og er stuðst við messuna við fyrsta sunnudag í aðventu þaðan. Nokkur sálmalög eru íslensk þjóðlög, lög sem upphaflega eru úr Grallaranum en breyttust í munnlegri geymd hér á landi.
Tónlistin í messunni:
Forspil:
Upphafssálmurinn 64b Kristur, Guðs sonur sanni - T Elisabeth Cruciger 1524/ Sigurbjörn Einarsson 2008 L Gr. 1594/ísl. breyting
Graduale Kyrie, Guð faðir hæsta traust -T og L Gr. 1594
266 Um hann sem ríkir himnum á-T Nicolas Decius 1523/ Helgi Hálfdánarson L Nicolaus Decius 1523/ Gr. 1594 úts. Johann Crüger
519a Guð helgur andi, heyr oss nú - T Martin Luther 1524/ Helgi Hálfdánarson L Wittenberg 1524/Gr. 1594 úts. Róbert Abraham Ottósson
284 Vér játum trú á góðan Guð - T Sigurbjörn Einarsson L Wittenberg 1524/Gr. 1594
Eftir predikun
788 Talar Jesú um myrkra makt- T Hallgrímur Pétursson Ps. 8 L Gr. 1594/ísl. breyting
496b Gegnum Jesú helgast hjarta - T Hallgrímur Pétursson Ps. 48 L Sb. 1589/ísl. breyting
293 Faðir vor- T Matt. 6.9-13 L Gr. 1594
311 Ó, Guðs lamb, helga, hreina Höfundar T Nicolas Decius 1523/ Sigurbjörn Einarsson L Nicolaus Decius 1523/Gr. 1594
314 Jesús kristur, lífsins ljómi Höfundar T Martin Luther 1524/ Sigurbjörn Einarsson T Erfurt 1524/Gr. 1594
Eftirspil og lokasálmur 795 Gefðu að móðurmálið mitt - T Hallgrímur Pétursson ps. 35 L Strassburg 1525/Sb. 1589 úts. Róbert Abraham Ottósson