Á tónsviðinu

Tónskáld sem höfðu áhrif á Bach

Í þættinum verða flutt verk eftir þrjú tónskáld sem líklegt er hafi haft áhrif á Johann Sebastian Bach á yngri árum hans. Tónskáldin eru Johann Georg Ahle, sem var fyrirrennari Bachs sem organisti við Blasíusarkirkjuna í Mühlhausen, Johann Samuel Drese, sem var yfirmaður Bachs þegar hann starfaði við hertogahirðina í Weimar 1708-1717, og Adam Drese, frændi Johanns Samuels. Einnig verða flutt tónverk eftir Bach sjálfan.

Frumflutt

15. jan. 2026

Aðgengilegt til

19. apríl 2026

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,