Á tónsviðinu

Heilagur brunnur

Heilagur brunnur er helgitákn sem finna bæði í kristni og heiðni. Leikin verður tónlist sem tengist þessu tákni. Þar á meðal eru lög eftir Benjamin Britten og Richard Rodney Bennett við nýárskvæði frá Wales sem hefst á orðunum: „Hér komum við með nýtt vatn úr brunninum, svo tært“. Lesnir verða kaflar úr Jóhannesarguðspjalli Biblíunnar þar sem segir frá samtali Jesú og samversku konunnar við brunninn og kaflar úr Snorra-Eddu þar sem segir frá Urðarbrunni. Fluttir verða amerískir trúarsöngvar um konuna við brunninn og brot úr tónverki Jóns Leifs, „Eddu I“ sem byggt er á Snorra-Eddu. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Anna Marsibil Clausen.

Frumflutt

7. jan. 2021

Aðgengilegt til

5. apríl 2026

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,