Á tónsviðinu

Bangsímon 100 ára

Á þessu ári er Bangsímon 100 ára gamall. Það var í jólahefti blaðsins „Evening News“ árið 1925 sem saga birtist í fyrsta skipti um bangsa nafni Winnie-the-Pooh“ eftir A.A. Milne. Upp úr 1950 þýddi Hulda Valtýsdóttir söguna yfir á íslensku og gaf Winnie-the-Pooh íslenska nafnið Bangsímon. Þýðing Huldu var gefin út í tveimur heftum á árunum 1953-4 og varð kærkomin eign margra íslenskra barna. En þar sem sagan var svolítið stytt í meðferð Huldu þýddi Guðmundur Andri Thorsson söguna upp aftur í heild og einnig framhald hennar, „Húsið á Bangsahorni“, á árunum 2008-9. Til eru söngvar um Bangsímon, lög sem Harold Fraser Simson samdi við kvæði A.A. Milne úr bókinni. Á Ljóðatónleikum Gerðubergs árið 1993 fluttu tenórsöngvarinn Garðar Cortes og píanóleikarinn Jónas Ingimundarson Bangsímon-söngva Frasers Simsons og var flutningurinn hljóðritaður. Hann fær hljóma í þættinum „Á tónsviðinu“ í tilefni af 100 ára afmæli Bangsímons. Einnig verður flutt Bangsímon-lag eftir Ingibjörgu Þorbergs og hljóðritun frá 1977 þar sem Björk Guðmundsdóttir, 11 ára, syngur lagið „Bænina“ eftir Melanie við kvæði eftir A.A. Milne, höfund Bangsímons. Kvæðið fjallar um Christopher Robin, son Milne, en hann átti bangsann sem var fyrirmyndin Bangsímon. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

21. feb. 2026
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,