Í nóvemberhefti breska tónlistartímaritsins BBC Music Magazine er langt viðtal við Hildi Guðnadóttur tónskáld og sellóleikara, og mynd af henni framan á forsíðu. Í tilefni af þessu verður þátturinn helgaður henni. Tónlist Hildar hefur vakið athygli víða um heim, einkum eftir að hún fékk Grammy-verðlaun fyrir tónlist í kvikmyndinni "Chernobyl" árið 2020 og Óskarsverðlaun og Golden Globe-verðlaun sama ár fyrir tónlist í kvikmyndinni "Joker".