Á tónsviðinu

Þáttur 213 af 52

Píanósónata nr.23 í f-moll eftir Ludwig van Beethoven er kölluð Appassionata-sónatan, en orðið „appassionata" er ítalskt og merkir „ástríðufull". Beethoven samdi sónötuna á árunum 1804-1806 og nemandi hans og vinur, Ferdinand Ries, sagði frá því síðar þeir hefðu verið tveir saman á göngu í skógi þegar Beethoven fékk allt í einu hugmynd stefi fyrir lokaþátt sónötunnar. Þegar þeir komu heim til Beethovens flýtti tónskáldið sér píanóinu án þess taka af sér hattinn og hamaðist við lokakafla sónötunnar í klukkutíma án þess taka eftir því Ries var þarna ennþá. Leikin verður hljóðritun af sónötunni í flutningi Halldórs Haraldssonar. Þá verða flutt þrjú verk eftir aðra höfunda sem einnig hafa viðurnefnið „appassionata", meðal annars 1. kafli Appassionata-sónötu sem tékkneska tónskáldið Víteslava Kaprálová samdi árið 1933. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

11. apríl 2024

Aðgengilegt til

13. júlí 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,