Á tónsviðinu

Salóme

Salóme dóttir Heródíasar drottningar er fræg persóna úr Nýja testamenti Biblíunnar. Þar segir frá því hún hafi dansað í afmælisveislu stjúpföður sínar, Heródesar konungs, og hann hafi orðið svo hrifinn hann hafi leyft Salóme óska sér hvers sem hún vildi. Heródías móðir hennar fékk hana þá til þess biðja um höfuð Jóhannesar skírara, en Heródías hataði Jóhannes af því hann hafði sagt hjónaband þeirra Heródesar ólöglegt. Varð þetta til þess Jóhannes skírari var hálshöggvinn. Sagan hefur orðið mörgum skáldum og listamönnum hugleikin, einkum er frægt leikrit sem Oscar Wilde samdi árið 1893 og byggði á sögunni, en hann setur þar fram þá kenningu Salóme hafi verið ástfangin af Jóhannesi skírara. Í þættinum verða flutt tónverk sem tengjast sögunni um Salóme: aría úr óperunni „Heródías" eftir Jules Massenet, þættir úr „Harmleiknum um Salóme" ballettsvítu eftir Florent Schmitt og aría úr óperunni „Salóme" eftir Richard Strauss, en hún er byggð á leikriti Oscars Wilde. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Jónatan Garðarsson og Arnhildur Hálfdánardóttir.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

11. maí 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,