Á tónsviðinu

Hlaupársdagur

Þátturinn verður helgaður deginum sjálfum, hlaupársdegi. Í þættinum koma við sögu fjórir listamenn sem fæddir eru á hlaupársdag: tónskáldið Gioacchino Rossini sem fæddist 29. febrúar 1792, hljómsveitarstjórinn Jimmy Dorsey sem fæddist sama dag 1904, söngkonan Dinah Shore sem fæddist á hlaupársdag 1916 og leikarinn Klemenz Jónsson sem fæddist 29. febrúar 1920. Einnig verða flutt atriði úr óperettunni „The Pirates of Penzance“ (Sjóræningjarnir frá Penzance) sem bresku höfundarnir Gilbert og Sullivan sömdu árið 1879. Hvorugur þeirra var fæddur á hlaupársdag, en hlaupársdagur hefur úrslitaáhrif á atburðarásina í óperettunni. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

29. feb. 2024

Aðgengilegt til

1. júní 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,