Á tónsviðinu

Tónskáldið Bedrich Semetana

Tónskáldið Bedrich Smetana hefur verið kallaður faðir tékkneskrar tónlistar og hljómsveitarverk hans, „Moldá“, er alþekkt. Hann fæddist 2. mars 1824 og því eru á þessu ári 200 ár frá fæðingu hans. Í tilefni af því verður þátturinn tileinkaður tónlist hans og einnig samsvarandi þáttur í næstu viku, 14. mars. Í þáttunum verður æviferill Smetana rakinn og flutt verða tónverk eftir hann. Meðal tónsmíða sem fluttar verða í þættinum í dag eru þáttur úr píanótríói sem Smetana samdi árið 1855 til minningar um Bedrisku litlu dóttur sína, einnig verður flutt aría úr hinni vinsælu óperu „Seldu brúðinni" og lokum hið fræga tónaljóð „Moldá". Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

8. júní 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,