Á tónsviðinu

Tónskáldið Bedrich Smetana, seinni þáttur

Í þættinum fyrir viku var fjallað um tékkneska tónskáldið Bedrich Smetana í tilefni af því 200 ár eru liðin frá fæðingu hans. Í þessum þætti verður þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið, sagt verður frá síðustu tíu árunum í ævi Smetana, 1875-1884, og leikin tónverk eftir hann frá þeim tíma. Þetta var erfiður tími fyrir Smetana, hann var orðinn heyrnarlaus og heilsu hans hrakaði stöðugt. Engu síður samdi hann sum af bestu verkum sínum á þessum árum, svo sem óperuna „Kossinn" og strengjakvartettinn „Úr lífi mínu". Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Jónatan Garðarsson, Anna Marsibil Clausen og Guðmundur Pálsson.

Frumflutt

14. mars 2024

Aðgengilegt til

15. júní 2024
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,