Á tónsviðinu

03.06.2021

Undanfarið hefur sjónvarpið sýnt breska framhaldsmyndaflokkinn „Vanity Fair“ eða „Markaður hégómans“ sem er byggður á frægri sögu eftir William Thackeray. Í tilefni af því verða flutt í þættinum tónverk sem snúast um hégóma eða markað hégómans, en hugmyndin um þetta markaðstorg er komin úr sögunni „För pílagrímsins“ eftir 17. aldar höfundinn John Bunyan. Leikin verða verk eftir Ralph Vaughan Williams, Kaspar Förster, Johann Sebastian Bach og fleiri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesari er Guðni Tómasson.

Birt

3. júní 2021

Aðgengilegt til

4. sept. 2021
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Í þáttunum er leikin sígild tónlist úr ýmsum áttum. Tíndir eru saman fróðleiksmolar um tónlistina og höfunda hennar og skyggnst í söguna á bak við verkin.