06:50
Morgunútvarpið
7. nóv. - Bókmenntir, íbúðakaup, sjálfkeyrsla, BNA, prófkvíði og tækni
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson.

Íslendingar eru ótrúlega duglegir að skrifa bækur og bókaútgáfa í hámarki þessi dægrin. Þeir eru þó færri rithöfundarnir sem skrifa bækur fyrir unga fólkið og enn færri sem skrifa meðfram bústörfum og annarri vinnu. Guðni Reynir Þorbjörnsson bóndi og stuðningsfulltrúi gaf út sína fyrstu bók í fyrra og fylgir henni nú eftir með annarri bók um söguhetjuna Gabríel. Við slógum á þráðinn austur í Grímsnes og náðum tali af Guðna áður en hann hélt út í vinnudaginn.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur í dag fyrir viðburði í hádeginu þar sem Már Wolfgang Mixa, dósent, og Kristín Erla Tryggvadóttir, viðskiptafræðingur, fara yfir niðurstöður rannsóknar sinnar á því hvort einstaklingar á leigumarkaði geti safnað fyrir íbúð og hversu langan tíma það tekur miðað við hefðbundin neysluviðmið. Þetta er mál sem marga varðar og við vildum gjarna vita svarið og þess vegna fengum við þau Má og Kristínu til okkar.

Í dag fer fram ráðstefna á vegum Millilandaráðanna sem ber yfirskriftina The Future of transportation þar sem meðal annars verður fjallað um hvernig sjálfakandi bílar henti íslenskum vetraraðstæðum og hvort gervigreind sé sé þegar farin að umbylta bílaiðnaðinum. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ræddi þau mál við okkur.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom fyrir dóm í New York í gær, í máli þar sem hann er sakaður um að hafa fegrað fjárhag fjölskyldufyrirtækisins til að fá hagstæðari lán. Málaferlin virðast þó hafa lítil áhrif á viðhorf til fyrrum forsetans, en samkvæmt könnunum á fylgi í forsetakosningum að ári er hann með forskot á Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í nokkrum lykilríkjum. Við ræddum þessa stöðu við Magnús Svein Helgason, sagnfræðing og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.

Nú nálgast lok annar í skólum landsins og það getur reynst mörgum kvíðavekjandi vegna komandi lokaprófa. Við spáðum í náms- og prófkvíða og hvernig best sé að taka próf til að lágmarka slíkt við sálfræðingana Nínu Björg Arnarsdóttur og Katrínu Mjöll Halldórsdóttur.

Við lokuðum svo þættinum með tæknisérfræðingi okkar Guðmundi Jóhannssyni sem talaði um gervigreind.

Tónlist:

Nýdönsk - Á plánetunni jörð.

Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn.

Ed Sheeran - American Town.

The Beatles - Drive my car.

Elín Hall og Una Torfa - Bankastræti.

John Cougar Mellemcamp - Hurts so good.

Prins Póló - Læda slæda.

Er aðgengilegt til 06. nóvember 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,