18:30
Saga hlutanna
Tölvur
Saga hlutanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.

Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um tölvur. Það má með sanni segja að þær séu mikið þarfaþing í daglegu lífi - ekki bara til að leika okkur og skrifa ritgerðir heldur stjórna tölvur hinum ýmsu hlutum sem við gerum okkur kannski ekki grein fyrir. Við fáum að vita hvaða fyrirbæri Internetið er og hvernig það virkar, spjöllum aðeins um gervigreind og vélmenni.

Ferðumst saman inn í forvitnilegan tölvuheim.

Sérfræðingur þáttarins er: Hjálmtýr Hafsteinsson

Var aðgengilegt til 05. febrúar 2024.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,