18:00
Spegillinn
Eldflaugum rignir yfir Ísreael og heilbrigðiskerfið á Gaza hrynur
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

16. október 2023

Vígasveitir Hamas-samtakanna hafa varpað fjölda eldflauga á Tel Aviv og Jerúsalem síðustu klukkustundir. Samtökin segja árásirnar svar þeirra við árásum Ísraela á saklausa borgara.

Þó nokkrir bjuggu í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem kviknaði í síðdegis. Einn var fluttur á sjúkrahús. Maður sem bjó í húsinu hljóp út þegar hann heyrði í brunabjöllu.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir Agnesi M. Sigurðardóttur ekki hafa verið með umboð til að víkja Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests við Digraneskirkju. Nefndin fellst ekki á að biskup geti verið ráðinn með ráðningarsamningi.

Ég mun vanda mig eins vel og ég mögulega get, segir nýr fjármálaráðherra um framhald á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, það sé forgangsverkefni.

Miklar breytingar voru gerðar á norsku ríkisstjórninni í dag. Helsta ástæðan fyrir breytingunum er slakt gengi Verkamannaflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þrír ráðherrar hverfa úr ríkisstjórninni.

Launaþjófnaður frá aðfluttu og ungu launafólki hleypur á hundruðum milljóna króna hér á landi á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ.

-------------

Sameinuðu þjóðirnar segja að heilbrigðiskerfið á Gazasvæðinu sé að hrynja fyrir augum heimsins. Hundruð tonna af hjálpargögnum bíða við landamæri Egyptalands og Gaza.

Ofbeldisgáttin 112.is varð til í covidfaraldrinum þegar erfitt var að nálgast upplýsingar í eigin persónu og yfirvöld hér líkt og víða annars staðar höfðu áhyggjur af vaxandi heimilisofbeldi og að fólk vissi ekki hvert hægt væri að leita til að fá aðstoð. Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur unnið með Neyðarlínunni að gáttinni.

Undanfarin ár hafa verið annasöm hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hver stóratburðurinn rekið annan. En hvernig fylgjast Almannavarnir með með breytingum í náttúrunni, til að búa sig undir það sem verða vill. Björn Oddsson er fagstjóri hjá Almannavörnum

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,