13:00
Samfélagið
Tækjaþon, viðhaldsmeðferð á Vogi og heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna.

Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi.

Málfarsmínúta - víla og díla.

Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,