16:05
Rokkland
Kentár, Heidrik, Cat Stevens, Blood Harmony ofl.
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á músík með ýmsum, fólki eins og The National, Nönnu, Cat Stevens, George Harrison, U2, HEIDRIK sem syngur Björk, Blood Harmony úr Svarfaðardal, Gryff Rhys frá Wales, Herbert Guðmundsson úr Reykjavík ? og svo koma þeir í heimsókn þeir Sigurdur Sigurdsson og Pálmi Sigurhjartarson úr blús-rokk-sveitinni Kentár sem ætlar að spila í vikunni vegna þess að plöturnar tvær; Blúsdjamm (1992) og Blús á Grandrokk (2003) eru komnar út á streymiveitum í fyrsta sinn.

Var aðgengilegt til 04. mars 2024.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,