08:05
Á tónsviðinu
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður flutt svítan „Pièces de concert“ (Konsertþættir) eftir franska barokktónskáldið François Couperin. Couperin fæddist í París 1668, hann var tónlistarmaður við hirð Loðvíks XIV Frakkakonungs og samdi mörg verk fyrir sembal. „Konsertþættir“ eru í útsetningu eftir Paul Bazelaire, Gunnar Kvaran leikur á selló og Elísabet Waage á hörpu. Einnig verður flutt píanósvítan „Le Tombeau de Couperin“ (Í minningu Couperins) sem Maurice Ravel samdi á árunum 1914-1917. Anne Queffelec leikur á píanó. Svítan er ekki aðeins tileinkuð minningu Couperins, heldur líka vina Ravels sem féllu í heimsstyrjöldinni fyrri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 03. júní 2023.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,