13:00
Sögur af landi
Borðeyri við vestanverðan Hrútafjörð
Sögur af landi

Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.

Umsjón: Dagur Gunnarsson

Borðeyri er eitt fámennasta þorp landsins en þar búa um 10 íbúar. Í þættinum er flakkað um þetta litla þorp sem er eins og gluggi inn í liðna tíð. Við ræðum meðal annars við sagnfræðinginn Vilhelm Vilhelmsson sem hefur kynnt sér náið sögu Borðeyrar, ræðum einnig við Kristínu Árnadóttur íbúa á Borðeyri um elsta hús plássins, svokallað Riis-hús. Sláum svo á þráðinn til tónlistarkonunnar Ásbjargar Jónsdóttur en fjölskylda hennar hefur undanfarið unnið að endurbótum á einu hússanna á staðnum. Að lokum flökkum við um gistiheimilið Tangahús í fylgd með gestgjafanum Ingibjörgu Rósu Auðunsdóttur.

Þátturinn var fyrst á dagskrá 18. nóvember 2022.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,