16:05
Úr tónlistarlífinu
Úr tónlistarlífinu

SOS Sinfónía Jóns Hlöðvers Áskelssonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Hljóðritun frá tónleikum í Hofi, 29. maí 2022.

Einleikari á morstæki: Arngrímur Jóhannsson, loftskeytamaður.

Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason.

Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.

Haustið 2017 átti tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson leið um Norðurslóðasetrið og hitti þar fyrir forstöðumann og eiganda safnsins, Arngrím Jóhannsson. Arngrímur, sem starfað hefur í áratugi sem flugmaður og loftskeytamaður, „morsaði" úr gömlu morstæki úr síðutogaranum Harðbak frá 1959 skilaboðin „ljósið skín í myrkrinu" og S.O.S.. Tónfall morsskilaboðanna vöktu með tónskáldinu hugmyndir og hugrenningatengsl. Hljóðskilaboð sem oft hafa skilið að ljós og myrkur, líf og dauða og tengjast bæði sorg og gleði. Þessi stund hafði slík áhrif á Jón Hlöðver að úr varð fimm þátta sinfónía þar sem þessi einföldu en merkingarþrungnu taktmynstur morsins skipa stóran sess.

Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 18. febrúar s.l. þar sem ævintýraóperan Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart var flutt í styttri útfærslu fyrir sögumann og einsöngvara.

Einsöngvarar: Hrafnhidlur Árnadóttir Hafstað, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Jóhann Kristinsson, Harpa Ósk Björnsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir.

Sögumaður: Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Stjórnandi Kornilios Michailidis.

Var aðgengilegt til 04. apríl 2023.
Lengd: 1 klst. 20 mín.
,