Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Erla Björk Jónsdóttir flytur.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Ólafur Stephensen, jazzpíanisti með meiru, hefur undanfarið verið búsettur í Portúgal, í borginni Aveiro (frb: avero). Í þættinum segir hann frá kynnum sínum af landi og þjóð.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður flutt svítan „Pièces de concert“ (Konsertþættir) eftir franska barokktónskáldið François Couperin. Couperin fæddist í París 1668, hann var tónlistarmaður við hirð Loðvíks XIV Frakkakonungs og samdi mörg verk fyrir sembal. „Konsertþættir“ eru í útsetningu eftir Paul Bazelaire, Gunnar Kvaran leikur á selló og Elísabet Waage á hörpu. Einnig verður flutt píanósvítan „Le Tombeau de Couperin“ (Í minningu Couperins) sem Maurice Ravel samdi á árunum 1914-1917. Anne Queffelec leikur á píanó. Svítan er ekki aðeins tileinkuð minningu Couperins, heldur líka vina Ravels sem féllu í heimsstyrjöldinni fyrri. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þáttunum verður fjallað um hvað sé merkilegt við íslenskar fornbókmenntir, frá íslensku og evrópsku sjónarhorni miðalda sem og í sambandi við viðtökur bókmenntanna á síðari tímum. Kallaðir verða til fræðimenn á þessu sviði og munu þeir velta fyrir sér þekkingararfinum sem bókmenntirnar miðla og þeirri heimsýn sem þar birtist, listfenginu og þeim sköpunarkrafti sem braust fram við ritun þeirra - og sem handritin í Árnasafni eru nú þögull vitnisburður um.
Umsjón Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson.
Umsjónarmenn þáttaraðarinnar, þeir Ævar Kjartansson og Gísli Sigurðsson ræða saman um það sem koma skal.
Áður á dagskrá 29. september 2013.
Veðurstofa Íslands.
Orðanna origami á Rás 1. Hugað að öllu mögulegu á sviði bókmenntanna.
Í þættinum er rætt við Einar Má Hjartarson en árið 2017 sendi bókaútgáfan Dimma frá sér þýðingu hans á skáldsöguna Síðasti úlfurinn eftir ungverska rithöfundarinn Lásló Kraznahorkai. Einar segir frá þýðingarvinnunni, sögunni sjálfri og fleiri verkum höfundar. Í síðari hluta þáttarins er rætt við tvo útgefendur um gildi þýðinga og aðferðir við að velja erlend verk til þýðingar. Um þetta er rætt annars vegar við Guðrúnu Vilmundardóttur eiganda bókaútgáfunnar Benedikts og hins vegar við Aðalstein Ásberg Sigurðsson eiganda bókaútgáfunnar Dimmu.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
Guðsþjónusta.
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar.
Séra Aðalsteinn Þorvaldsson þjónar fyrir altari.
Fermingarbörn leiða messu með séra Aðalsteini.
Tónlistarstjóri: Þorkell Máni Þorkelsson.
Kórstjóri: Linda María Nielsen.
Nemendur úr söngdeild Tónlistarskóla Grundarfjarðar syngja.
Lesarar: Anna Bryndís Aðalsteinsdóttir, Alexandra Björg Andradóttir, Ásgeir Veigar Sólbergsson, Haukur Smári Ragnarsson, Reynir Már Jónsson og Sól Jónsdóttir.
Hljóðfæraleikarar: Einir Hugi Guðbrandsson, gítar, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson, bassi, Valbjörn Snær Lilliendahl, gítar, Þorkell Máni Þorkelsson, píanó og Tinna Unnsteinsdóttir Nachbar, píanó.
Hljóðritun: Þorkell Máni Þorkelsson.
Forspil: March of the Goblins. Lag: Boris Berli. Flytjandi: Tinna Unnsteinsdóttir Nacbar.
Sálmur 357: Ó, blíði Jesú, blessa þú. Lag: Carl C.N. Balle. Texti: Ólafur Guðmundsson / Valdimar Briem.
Sálmur 672: Hvar sem ég er. Lag: Egil Hovland. Texti: Britt G. Hallquist. Íslenskur texti: Lilja S. Kristinsdóttir.
Sálmur 140: Regnboginn. Lag og texti: Helga Jónsdóttir.
Sálmur 242: Megi gæfan þig geyma. Lag: Nickomo Clarke. Texti: Írsk, keltnest bæn. Íslenskur texti: Bjarni Stefán Konráðsson.
Sálmur 763: Ó, Guð ég veit hvað ég vil. Lag: Torgny Erséus. Texti: Margreta Melin. Íslenskur texti: Kristján Valur Ingólfsson.
Lag í predikun: Hann Tumi fer á fætur. Lag: Wolfgang Amadeus Mozart.
Sálmur 111: Jesús er besti vinur barnanna. Höfundar lags og texta ókunnir.
Eftir predikun:
Sálmur 273: Stjörnur og sól. Lag: Egil Hovland. Texti: Britt G. Hallquist. Íslenskur texti: Lilja S. Kristinsdóttir.
Sálmur 535: Í bljúgri bæn. Amerískt þjóðlag. Texti: Pétur Þórarinsson.
Sálmur 723: Ég leit eina lilju í holti. Ókunnur lagahöfundur. Íslenskur texti: Þorsteinn Gíslason.
Sálmur 24: Amen. Afrískt lag. Ókunnur textahöfundur.
Eftirspil: Sleep Walk eftir Sanot Farina, Johnny Farina og Ann Farina. Flytjendur: Einir Hugi Guðbrandsson, gítar, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson, bassi og Valbjörn Snær Lilliendahl, gítar.
Hádegisútvarp í umsjón þular.
Íslenskt lag eða tónverk.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Borðeyri er eitt fámennasta þorp landsins en þar búa um 10 íbúar. Í þættinum er flakkað um þetta litla þorp sem er eins og gluggi inn í liðna tíð. Við ræðum meðal annars við sagnfræðinginn Vilhelm Vilhelmsson sem hefur kynnt sér náið sögu Borðeyrar, ræðum einnig við Kristínu Árnadóttur íbúa á Borðeyri um elsta hús plássins, svokallað Riis-hús. Sláum svo á þráðinn til tónlistarkonunnar Ásbjargar Jónsdóttur en fjölskylda hennar hefur undanfarið unnið að endurbótum á einu hússanna á staðnum. Að lokum flökkum við um gistiheimilið Tangahús í fylgd með gestgjafanum Ingibjörgu Rósu Auðunsdóttur.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 18. nóvember 2022.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Úrval úr Lestarþáttum vikunnar.
Hljóðritun frá fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 18. febrúar s.l. þar sem ævintýraóperan Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart var flutt í styttri útfærslu fyrir sögumann og einsöngvara.
Einsöngvarar: Hrafnhidlur Árnadóttir Hafstað, Sveinn Dúa Hjörleifsson, Jóhann Kristinsson, Harpa Ósk Björnsdóttir og Bryndís Guðjónsdóttir.
Sögumaður: Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Stjórnandi Kornilios Michailidis.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
Reglur um notkun bókstafsins z voru afnumdar úr íslenskum stafsetningarreglum með auglýsingu 4. september 1973. Þetta var hitamál og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr því. Í þættinum eru rifjaðar upp umræður í aðdraganda afnáms zetu, einkum grein í Vísi 12. maí 1973 með fyrirsögninni: Verður zetunni fórnað? ? Íslenzk stafsetning tekin til endurskoðunar; og umfjöllun í Vikunni í júlí sama ár með fyrirsögninni: Á að hræra upp í stafsetningunni?
Kvöldfréttir útvarps
Ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Hvernig tölum við um Rússland og hinn slavneska heim í kjölfar þessara voveiflegu atburða? Eigum við að slaufa rússneskri menningu eða þvert á móti faðma hana að okkur fastar en nokkru sinni fyrr í von um að ná áttum í heimi sem stendur á krossgötum? Kaldastríðsbarn og lúsugur Rússlandsfari kafar ofan í þessar hábölvuðu spurningar með hjálp sérfróðra.
Umsjón: Gunnar Þorri Pétursson.
Í þessum öðrum þætti ræðir umsjónarmaður við Hallveigu Thorlacius sem var í Sovétríkjunum á sjöunda áratugnum á tímabili sem kallað hefur verið þíðan.
Rús - þættir um þjóð og menningu á krossgötum
Ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu. Hvernig tölum við um Rússland og hinn slavneska heim í kjölfar þessara voveiflegu atburða? Eigum við að slaufa rússneskri menningu eða þvert á móti faðma hana að okkur fastar en nokkru sinni fyrr í von um að ná áttum í heimi sem stendur á krossgötum? Kaldastríðsbarn og lúsugur Rússlandsfari kafar ofan í þessar hábölvuðu spurningar með hjálp sérfróðra.
Umsjón: Gunnar Þorri Pétursson.
Aðstoð við dagskrárgerð: Guðni Tómasson.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Haukur Ingvarsson ferðast með hlustendum um Japan.
Annar þáttur af þremur.
Haukur Ingvarsson ferðast með hlustendum um Japan. Farið er í heimsókn í gömlu keisarahöllina í Kyoto en þar ber fyrir augu myndskreyting sem bregður skemmtilegur ljósi á japönsku hækuna. Sagt er frá þessu forna bragformi og leikinn lestur Óskars Árna Óskarssonar á þýðingum hans á hækum eftir Kobayashi Issa. Hryggjastykki þáttarins er þó umfjöllun um rithöfundinn Haruki Murakami og skáldsögu hans Harðsoðið undraland og endalok heimsins, lesari þáttarins Atli Rafn Sigurðarson flytur brot úr sögunni og viðtölum við höfundinn.
Umsjón: Haukur Ingvarsson.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Starri Reynisson bóksali og háskólanemi. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Starri talaði um eftirfarandi bækur:
The Left Hand of Darkness e. Ursula Leguin
Ljósagangur e. Dag Hjartarson
Gestakomur í Sauðlauksdal e. Sölva Björn Sigurðsson
Ljóðabækur Þórarins Eldjárns og þýðingu hans á Inferno e. August Strindberg
Skugga-Baldur og Argóarflísina e. Sjón
Þættir á vegum háskólanema.
Leiðbeinandi: Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Hvaða þættir skipta máli í samfélaginu til þess að sporna gegn sjálfsvígum
og sjálfsskaða? Í þættinum verður rætt við Þórunni Finnsdóttur fagstjóra Píeta- samtakanna og Guðbjörn Lárus Guðmundsson sálfræðing. Píeta-samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og fólk sem er í krísu. Áhersla er lögð á mismunandi lausnir og uppbyggingu hvers og eins.
Þáttagerð: Alla Moiseeva nemandi í stjórnmálafræði.
Leiðbeinandi: Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Frásöguþættir.
Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir.
Úr blöðum Þórhildar Sveinsdóttur. Þrjár óprentaðar frásagnir.
Baldvin Halldórsson les.
Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir.
Frá 23. nóvember 1982.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson heldur áfram að lesa úr æviminningum Gunnars Þorbergssonar, eða Gunnars Th. Oddssonar, eins og nefndi sig þegar hann bjó vestanhafs. Frásögnin hefst á því þegar ísbjörn nálgast land í Loðmundarfirði árið 1881.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Í síðasta þætti lögðum við af stað í vegferð um heim eðlisfræðinnar með honum Lárusi Thorlacius. Við fórum yfir söguna, eða part af henni að minnsta kosti, hvernig eðlisfræðin myndar grunn fyrir svo margar aðrar greinar. Hugtök eðlisfræðinnar geta verið notuð til að útskýra hvernig plánetur hegða sér en einnig alveg í hina áttina, þar sem við útskýrum nánast minnstu hluti sem við þekkjum og hvernig þeir hegða sér. Í þættinum núna tölum við um planks lengdina, notagildi allra þessara tilrauna, byrjunina og endirinn og svarthol, bara svona til að hita ykkur smá upp. En í lokin á síðasta þætti vorum við byrjaðir að tala um öreindahraðla, meðal annars í Cern og þar tökum við aftur upp þráðinn, þar sem ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum maður tekur þessar eindir, eins og róteindir og setur þær inn í hraðalinn.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Meðal þeirra sem sungu og léku eru: Big Thief, Elísa Newman, Seabear og Feist.
Í þessari annari seríu af Tíðarandanum skoðar Anna Magga uppáhalds lög þjóðarinnar frá þeim fjórum áratugum sem Rás 2 hefur verið starfandi í tilefni af því að Rás 2 fagnar fertugsafmæli sínu á árinu. Þjóðin hefur kosið og tíu bestu lög hvers áratugar hafa verið valin og loks sitja eftir 40 bestu íslensku lögin frá upphafi Rásar 2.
Umsjón: Anna Margrét Káradóttir
Í þessum fyrsta þætti af Tíðarandanum fór Anna Magga yfir lögin sem komu út árið 1973 og verða því fimmtug á árinu. Lögunum fylgdu fróðleiksmolar og einnig var farið yfir tíðarandann sem fylgdi.
Lagalisti:
Undraheimur / Þuríður Sigurðardóttir , Pálmi Gunnarsson
Midnight train to Georgia / Gladys knight & the pips
Lady grinning soul / David Bowie
Don?t try to fool me / Jóhann G Jóhannsson
Yaketty Yak, Smacketty Smack / Change
Desperado / Eagles
Let?s get it on / Marvin Gaye
Goodbye yellow brick road / Elton John
Angie / The Rolling Stones
Ó Gunna / Ríó Tríó
Minning um mann / Logar
Killing me softly / Roberta Flack
Money / Pink Floyd
D?yer Mak?er / Led Zeppelin
Umsjón: Ýmsir.
Hrafnhildur Halldórsdóttir ræðir við Vigdísi Jakobsdóttur, listrænan stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík. Vigdís segir frá uppvextinum, fjölbreyttri skólagöngu, árunum á Ísafirði þar sem hún bæði steikti hamborgara og lék með litla leikklúbbnum. Hún sagði frá leikstjóranámi, leikstjóraverkefnum, fjölskyldunni, sárum bróðurmissi og ræddi líka um listahátíð sem hún brennur fyrir og vill að hátíðin sé hugsuð fyrir alla.
Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír og spyr hvernig var helgin og hvernig verður vikan framundan?
Topplagið í Bretlandi á þessum degi árið 1986, var Chain reaction með Díönu Ross, viðburðir vikunnar framundan skoðaðir sem og hvað er um að vera í sportinu og fylgst með veðri. Eitís plata vikunnar var Face value með Phil Collins sem kom út 13. febrúar 1981 og þá átti Ozzy Osbourne Nýjan ellismell vikunnar í laginu A Thousand Shades.
Lagalisti:
Flott - Hún ógnar mér
Fleetwood Mac - Don't Stop
The Christians - Harvest For The World
Diana Ross - Chain reaction (Topplagið 1986)
Diljá - Power
Kool & The Gang - Joanna
Greg Kihn Band - Jeopardy
Santana - Winning
Stephen Duffy - Icing On The Cake
Hannes ásamt. Waterbaby - Stockholmsvy
Prince - Alphabet St.
Falco - Der Kommissar
Ultravox - Hymn
15:00
Kári - Sleepwalking
ABC - Be Near Me
Duran Duran - Anniversary
Phil Collins - I missed again (Eitís plata vikunnar)
Phil Collins - In The Air Tonight (Eitís plata vikunnar)
1860 - Brio
China Crisis - Wishful Thinking
Vinir vors og blóma - Losti
Howard Jones - New Song
Ozzy Osbourne ásamt Jeff Beck - A Thousand Shades (Nýr ellismellur)
A-HA - Manhattan Skyline
David Bowie - Cat people
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á músík með ýmsum, fólki eins og The National, Nönnu, Cat Stevens, George Harrison, U2, HEIDRIK sem syngur Björk, Blood Harmony úr Svarfaðardal, Gryff Rhys frá Wales, Herbert Guðmundsson úr Reykjavík ? og svo koma þeir í heimsókn þeir Sigurdur Sigurdsson og Pálmi Sigurhjartarson úr blús-rokk-sveitinni Kentár sem ætlar að spila í vikunni vegna þess að plöturnar tvær; Blúsdjamm (1992) og Blús á Grandrokk (2003) eru komnar út á streymiveitum í fyrsta sinn.
Kvöldfréttir útvarps
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 25. febrúar - 4. mars 2023.