17:25
Orð af orði
Orð af orði

Þáttur um íslensku og önnur mál.

Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir, Atli Sigþórsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Reglur um notkun bókstafsins z voru afnumdar úr íslenskum stafsetningarreglum með auglýsingu 4. september 1973. Þetta var hitamál og fjölmiðlar gerðu sér mikinn mat úr því. Í þættinum eru rifjaðar upp umræður í aðdraganda afnáms zetu, einkum grein í Vísi 12. maí 1973 með fyrirsögninni: Verður zetunni fórnað? ? Íslenzk stafsetning tekin til endurskoðunar; og umfjöllun í Vikunni í júlí sama ár með fyrirsögninni: Á að hræra upp í stafsetningunni?

Var aðgengilegt til 04. mars 2024.
Lengd: 30 mín.
,