12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 16. febrúar 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Fundir í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá klukkan tíu í morgun. Vel fer á með andstæðum fylkingum. Formaður Eflingar ætlar ekki að fresta verkföllum -- nema SA komi til móts við kröfur þeirra. Formaður SA segist mættur til að semja - allt komi til greina.

Talið er að finna þurfi nýja gistingu fyrir allt að tvö þúsund ferðamenn á sunnudag og að þeim fari fjölgandi eftir helgina. Ferðamálastjóri vill að fyrirtæki aðstoði viðskiptavini við að finna næturstað áður en hið opinbera skerst í leikinn.

Engar leiðbeiningar hafa borist olíusölu- og dreifingarfyrirtækjum um framkvæmd undanþágu verkfalla. Framkvæmdastjóri Olís segir þurfa svör á næstu klukkustundum

Borgarstjóri leggur til að Borgarskjalasafn verði lagt niður og að Þjóðskjalasafn taki við verkefnum þess. Tillagan er lögð fram í sparnaðarskyni.

Móðir og tvö börn hennar fundust í dag á lífi í rústum húss í Tyrklandi, tíu dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir þar og í Sýrlandi. Þá fannst einnig sautján ára stúlka á lífi í dag.

Forstjóri Play hefur ekki áhyggjur af sjö milljarða taprekstri félagsins og segir langtímafjárfesta rólega yfir stöðunni. Hann telur fyrirtækið ekki stækka of hratt.

Þjóðkirkjan hefur ekki mælst með minna traust í þjóðarpúlsi Gallup frá upphafi mælinga. Borgarstjórn Reykjavíkur mælist með minnst traust þeirra stofnana sem könnunin tók til.

Afsögn fyrsta ráðherra Skotlands í gær kom á óvart, að mati stjórnmálafræðiprófessors, þótt hún hafi verið komin í ógöngur með sitt helsta stefnumál, sjálfstæði Skotlands.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,