23:05
Lestin
Sending frá Los Angeles og skapandi gervigreind
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Minnstu mátti muna að einn þekktasti samkvæmisdansari okkar Íslendinga, Þorkell Jónsson hefði verið á svæðinu þegar ellefu voru skotin til bana í dansstúdíói þar sem Þorkell kennir samkvæmisdans. Þórður Ingi Jónsson útsendari Lestarinnar í Los Angeles hitti Þorkel og ræddi við hann um þennan örlagaríka dag.

Gervigreindin er víðar en mann grunar og hún er farin að framleiða fyrir okkur hluti. María Óskarsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason koma í heimsókn til að ræða stöðuna, nýjustu hreyfingar, framtíðina og hvernig fara skuli með þetta.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,