12:42
Þetta helst
Fordæmalaus rembihnútur í kjaramálum II
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Umsjón: Sunna Valgerðardóttir og Þóra Tómasdóttir

Ástandið á vinnumarkaðnum er fordæmalaust, segja þau sem til þekkja. Nokkuð stór hluti samfélagsins er nú í einhvers konar lamasessi vegna verkfalls hátt í 900 félagsmanna Eflingar. Meirihlutinn lagði niður störf á hádegi í gær og þetta virðist ætla að bíta. Fólk hamstrar eldsneyti og mat, nokkrar bensínstöðvar hafa skellt í lás og ferðaþjónustan er stóryrt. Matvöruverslanir segjast eiga birgðir út helgina. Það er kominn nýr sáttasemjari í deilunni. En hvað gerir sá sem gegnir þessu starfi - ríkissáttasemjari? Er hann eins konar hjónabandsráðgjafi, eða er hann sáttamiðlari sem leggur fram tillögur, miðlunartillögur jafnvel, að lausnum? Og af hverju er fólk núna að segja að það þurfi að breyta vinnulöggjöfinni? Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum, sem er síðari hluti af tveimur um kjaradeilu Eflingar og SA, en það er ríkissáttasemjari sem fær sviðið í dag.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,