16:05
Hljóðvegur 1
Hljóðvegur 1 - 30. desember
Hljóðvegur 1

Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Steiney og Jóhann Alfreð sátu og leystu af Síðdegisútvarpið með þætti af Hljóðvegi 1 í dag. Inga Dís Karlsdóttir, hlaupastjóri ÍR var á línunni og ræddi um hið árlega gamlárshlaup ÍR-inga og hvort veður og færð kynni að setja strik í reikninginn.

Og svo var það bitbeinið um áramót. Flugeldarnir. Við heyrðum í Þorsteini Jóhannssyni, sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun um mögulega skaðsemi og mengun flugelda.

Stefnumótabransinn er víst líflegur svona hátíðarnar. Það er ansi þekkt að sumir einsetja sér að ná sér í jólakærasta eða jólakærustu til að mynda. Skyldu stefnumótaforritin skynja einhverja breytta hegðun hjá notendum á þessum tíma árs? Ásgeir Vísir annar stofnanda íslenska stefnumótasnjallforritsins Smitten kíkti í spjall.

Heimsmeistarakeppni matreiðslumeistara, Bocuse D'Or keppnin svokallaða er framundan í Lyon í Frakklandi í janúar. Hann Sigurjón Bragi Geirsson er okkar fulltrúi í lokakeppninni sem fer fram núna í janúar. Hann kemur hérna við og segir okkur aðeins frá undirbúningnum og keppninni en hann hefur einbeitt sér að þessu einu núna síðustu mánuði.

Og hver er þessi Andrew Tate sem allir eru að tala um. Hann fékk það óþvegið frá Grétu Thunberg á Twitter og nú hefur hann verið handtekinn í Rúmeníu, grunaður um aðkomu að mansalshring. Tate er afar umdeild tik-tok stjarna. Við heyrðum í Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu RÚV sem hefur kafað ofan í málið.

Var aðgengilegt til 30. desember 2023.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,