18:00
Spegillinn
Óvissustig, óveður, stríðið og manneskja ársins
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Almannavarnir ætla að vera með mikinn viðbúnað og lýsa yfir óvissustigi í fyrramálið vegna veðurs. Búist er við talsverðri ofankomu og hvassviðri í nótt og með morgninum. Gul og appelsínugul viðvörun tekur gildi í nótt á Suður- og Vesturlandi .

99 prósent allra greiðslukortafærslna Íslendinga fara í gegnum alþjóðleg kortafyrirtæki. Seðlabankinn ætlar að þróa nýja innlenda lausn ef greiðslukerfið hrynur.

Mikill erill hefur verið á sölustöðum flugelda það sem af er degi. Slæmt veður gæti sett strik í reikning sprengjuglaðra Íslendinga.

Stríðið í Úkraínu er að þróast út í að verða stríð þolinmæðinnar. Ekki eru miklar líkur á að friðarumleitanir skili árangri á nýju ári. Þetta segir prófessor í heimspeki og sérfræðingur í málefnum Rússlands.

Haraldur Þorleifsson, forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, er manneskja ársins samkvæmt hlustendum Rásar 2

-------

Nú líður senn að áramótum. Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir stóran hluta þessa árs, allt frá því að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Í gær voru gerðar harðar árásir víða um landið, frá borginni Lviv í vestri, Kharkiv í austri og Odesa í suðurhlutanum. Að sögn stjórnvalda beindust árásirnar fyrst og fremst að almennum borgurum og viðkvæmum innviðum. Víða var tilkynnt um rafmagnsleysi. Bjarni Rúnarsson ræddi við Jón Ólafsson prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands um stöðu stríðsins.

Pelé, einhver besti fótboltamaður sögunnar féll frá í gær, 82 ára að aldri. Þriggja daga þjóðarsorg er í Brasilíu vegna fráfalls hans. Pélé var einhver þekktasti íþróttamaður sögunnar. Hann er af mörgum talinn besti leikmaðurinn sem hefur leikið hina fögru íþrótt, og almennt íþróttir. Alþjóða Ólympíunefndin útnefndi hann besta íþróttamann 20. aldarinnar um aldamótin og deildi hann verðlaunum Besta fótboltamanns 20. aldarinnar hjá FIFA með Diego Maradona.

Pélé ólst upp í sárri fátækt í borginni Bauru í Sao Paulo-ríki Brasilíu en vann sig upp afrekastigann og afrekaði það sem enginn hefur leikið eftir, að vinna þrjá heimsmeistaratitla í knattspyrnu með landsliði Brasilíu. Þá er hann markahæsti leikmaður í sögu Brasilíu, 77 mörk í 92 landsleikjum. Þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 643 mörk í 659 leikjum fyrir Santos, félagslið hans í Brasilíu. Bjarni Rúnarsson ræddi við Stefán Pálsson sagnfræðing um arfleið Péle.

Í nóvember voru sjötíu ár frá því að fyrsti listinn yfir vinsælustu dægurlög vikunnar var birtur í Bretlandi. Tónlistartímaritið New Musical Express hélt utan um hann til að byrja með. Blaðamenn þess hringdu í nokkrar hljómplötuverslanir og spur

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,