12:42
Á síðustu stundu
Á síðustu stundu
Á síðustu stundu

Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsson gera upp árið með góðum gestum.

Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir gera upp árið með góðum gestum.

Það verður margt um manninn í þættinum Á síðustu stundu á Rás 2 daginn fyrir Gamlársdag.

Fréttamennirnir Jakob Bjarnar, Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Valgerðardóttir fara yfir þær fréttir sem stóðu upp úr á árinu. Manneskja ársins er krýnd í beinni útsendingu en að þessu sinni er það Haraldur Þorleifsson. Auðunn Blöndal mætir í spjall en árið hjá honum var einstaklega viðburðaríkt. Ragnheiður Elín, Matti Matt og Eva Ruza mæta og segja okkur frá því hvað stóð upp úr á árinu hjá þeim. Edda Sif Pálsdóttir og Hjörvar Hafliðason gjarnan nefndur Dr. Football rýna aðeins í það helsta sem gerðist í íþróttaheiminum. Árið 2022 var einstaklega viðburðaríkt hjá bresku konungsfjölskyldunni og fáir eru betur inn í þeim málum en Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður sem mætir til okkar auk fjölmiðlakonunnar Margrétar Erlu Maack og Andra Freys Hilmarssonar.

Allt þetta við undirleik tónlistarmannsins Karls Olgeirssonar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 3 klst. 13 mín.
,