06:50
Morgunvaktin
Samskipti stórvelda, árið á Spáni og Kópaskeri
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Alþjóðamálin voru rædd áfram á Morgunvaktinni í dag, einkum samskipti og samkeppni stórvelda - Bandaríkjanna og Kína. Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum og Bogi Ágústsson fréttamaður voru gestir þáttarins.

Jón Sigurður Eyjólfsson, kennari og rithöfundur, er búsettur í Andalúsíu á Spáni. Hann fór yfir helstu mál ársins þar í landi og sagði frá áramótahefð Spánverja - að borða 12 vínber rétt fyrir miðnætti.

Halldóra Gunnarsdóttir hjá ferðaþjónustusamtökunum Norðurhjara er búsett á Kópaskeri. Hún fór yfir ferðasumarið á Norðausturlandi og horfur á komandi ári. Færðin er þokkaleg á Melrakkasléttunni og hið sama á við um veðrið þrátt fyrir óvissu um hvort það viðri fyrir áramótabrennu annað kvöld.

Tónlist:

Ray of sun - Anna Gréta Sigurðardóttir,

Auld Lang Syne - Mairi Campbell og David Francis,

Er of seint að fá sér kaffi núna? - Prins póló,

Un jour ici un jour ailleurs - Linda de Suza.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,