06:50
Morgunútvarpið
30. des - uppgjör ársins 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir, Rúnar Róbertsson og Hulda G. Geirsdóttir.

Við hófum leika á að hringja austur í Björn Ingimarsson sveitarstjóra Múlaþings en fyrir austan hefur veðrið leikið íbúa grátt og gular viðvaranir verið að detta úr gildi í morgunsárið. Það stefnir vonandi allt í að hægt verði að halda áramótabrennur í héraðinu en það er meðal annars undir Birni komið.

Efnahagsmálin hafa verið fyrirferðamikil á árinu sem er að líða. Árið hefur einkennst af stýrivaxtahækkunum, hækkandi húsnæðisverði, verðbólgu og lækkunum á hlutabréfamörkuðum. Við gerðum upp árið í efnahagsfréttum með Gústaf Steingrímssyni, hagfræðing hjá Landsbankanum, og veltum fyrir okkur hvernig þróunin verður á næsta ári.

Við heyrðum í Ómari Inga Magnússyni nýkjörnum íþróttamanni ársins annað árið í röð í þættinum. Ómar hefur spilað stórvel með félagsliði sínu, Þýskalandsmeistara Magdeburg, en er núna að reima á sig skóna fyrir HM í handbolta.

Við gerðum upp árið með Guðmundi Hauk Guðmundssyni sem í nokkur ár hefur haldið úti myllumerkinu #ársins og er nú búinn að taka saman hápunkta og lágpunkta ársins sér og öðrum til skemmtunar,

Það er föstudagur og þá dýfum við okkur í Vaðlaugina með Ingunni Láru Kristjánsdóttur, fréttakonu, í lok þáttar. Í Vaðlauginni ræðum við helstu fréttir af ríka og fræga fólkinu og í þetta skiptið ætlum við að beina sjónum okkar að forréttinda- og bransabörnum, svokölluðum nepo babies. Mikil umræða hefur verið um þau bæði í Bandaríkjunum og hér heima, ekki síst eftir deilur rithöfundanna Auðar Jónsdóttur og Berglindar Óskar um þessi mál.

Var aðgengilegt til 30. desember 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,